Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 40
ÞELAMERKURSKÓLI í EYJAFIRÐI Þelamerkurskóli að Laugalandi í Eyjafirði er einn hinna mörgu nýju skóla, sem stofnaðir hafa verið víða um land á seinasta hálfum öðrum áratug, þar sem tvö eða fleiri sveitar- félög eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta varðandi rekstur. Skólinn tók til starfa á árinu 1962 og var þá sameiginlegur barna- og unglinga- skóli fyrir þrjá hreþþa í Eyjafirði, Glæsiþæjarhreþþ, Skriðuhrepþ og Öxnadalshrepþ. Nokkrum árum síðar gerðist Arnarneshreppur aðili að unglingaskólanum, og var þá hús- næði skólans aukið. Höfundur upphaflegrar teikningar að skólamannvirkjunum á Þelamörk var Sigvaldi heitinn Thordarsen arkitekt, og var A-álma, B-álma og tengiálma merkt AB á uppdrættinum hér að neðan reist samkvæmt upp- drætti hans. Næsti áfangi skólans var reistur í samræmi við stærðarnorm sam- kvæmt reglugerð um stofnkostnað skóla frá 1969. Var það síðari hluti A-álmu, C-álma og tengiálman BC. Þennan hluta skólamannvirkisins teiknuðu arkitektarnir Geirharður Þorsteinsson og Hróbjartur Hró- bjartsson. Þeir leituðust við að laga viðbótarhúsnæðið að núgildandi normstærðum, og þykir það hafa tekizt allvel. Þannig hefur ríkissjóður greitt 81% heildarbyggingarkostnað- ar, en sveitarfélögin 19%. Skólahúsnæðið, sem reist var í öðrum áfanga, var sérstaklega hann- að með það í huga, að heildar- byggingin stæðist vel allar gildandi normstærðir. Þriðji og seinasti áfangi er óbyggður, en það er íþróttahús, merkt D á teikningunni hér að neð- an. |*TH*FN*SV/Í4 ÍÞRfflTAVÖUUR uaýr\ iþRÓTTAHÚS DÆLUHOS PALLUR LEIKSV£DI :s taipBfíSte E skÖl ASTJÓRI f Afstööumynd af Laugalandsskóla á Þelamörk. A: kennslustofur, B: heimavist, mötuneyti, íbúðir og C: heimavist, D: íþróttahús. Þaö er 198 reist viö sundlaug, sem veriö hefur aö Laugalandi frá árinu 1945. SVEITAU STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.