Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 43
Yfirlit yfir helztu nýmælin skv. reglugerðinni Helztu breytingar, sem reglugerð nr. 213 ’75 hefur í för með sér, eru þessar: 1. Gert er ráð fyrir stofnun fræðsluskrifstofu og stofnun embætta fræðslustjóra og kostn- aðarþátttöku ríkissjóðs í þeim. 2. Ríkissjóður tekur að sér að greiða helming kostnaðar við sálfræðiþjónustu í skólum. 3. Ríkissjóður tekur rnjög aukinn þátt í kostn- aði við félagsstörf nemenda á grunnskóla- stigi. 4. Bókasöfn í skólum eru viðurkennd og ríkis- sjóður tekur að sér launakostnað vegna þeirra. 5. Sett eru ákvæði um skiptingu vegna rekstrar heimavistar fyrir nemendur, sem ekki eiga samleið með öðrum í námi, samanber c,d og e-liði 51. gr. grunnskólalaga. 6. Sett er ákvæði um, að ríkissjóður endur- greiði aksturskostnað mánaðarlega í stað þess að áður komu þær greiðslur ekki til sveitarfélaga, fyrr en eftir eitt til eitt og hálft ár. 7. Sett eru ákvæði um aukið öryggi varðandi akstur. 8. Sett eru ný ákvæði um þátttöku ríkissjóðs í tannlæknakostnaði, þar sem gert er ráð fyrir, að sjúkrasamlag endurgreiði helming kostnaðar í stað þess að ríkissjóður greiddi áður ákveðna krónutölu á hvern nemanda. Mér þykir rétt, að það komi hér fram, að sam- starf Sambands islenzkra sveitarfélaga og mennta málaráðuneytisins hefur verið mjög gott á und- anförnum árum, og hefur fulltrúum sambands- ins í samstarfsnefndinni urn skólakostnað verið gefið færi á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi við endanlega afgreiðslu á reglugerðum við grunnskólalögin. Formaður nefndarinnar, sem samdi þessa rekstrarkostnaðarreglugerð, var Torfi Ásgeirsson, deildarstjóri, en auk hans sömdu reglugerðina Björn L. Halldórsson, skrifstofustjóri, og ölvir Karlsson. Auk þess fóru fulltrúar úr grunnskóla- nefndinni yfir reglugerðardrögin, áður en endan- lega var gengið frá henni. Vanskil á hlutdeild ríkissjóðs í kostnaði við akstur skólabarna Fjárlög fyrir árið 1975 gera ráð fyrir 116 milljónum króna fjárveit- ingu til greiðslu á aksturskostnaði, er fram fór árið 1974, þ. e. síðari hluta skólaárs 1973/1974 og fyrri hluta skólaárs 1974/1975. Á tímabilinu janúar til maí 1975 endurgreiddi ríkissjóður sveitarfé- lögum tæpar 100 milljónir króna vegna gjaldfallins aksturs ofan- greint tímabil og með því var lok- ið uppgjöri ríkissjóðs við megin- þorra sveitarfélaga. Á miðju þessu ári var mennta- málaráðuneytinu tilkynnt um 10% niðurskurð á fjárveitingu til akst- urs, þ. e. hinar 116 milljónir urðu í reynd ekki nema 104 milljónir. Ráðuneytið hefur því ekkert fé til ráðstöfunar á þessu ári til greiðslu á aksturskostnaði til samræmis við ákvæði i grunnskólalögum og reglu- gerð þar um, en samkvæmt reglu- gerð nr. 213/1975 átti ríkissjóður að endurgreiða sveitarfélögum, samanber 28. gr., vegna seinni hluta skólaárs 1974/1975 eftir 1. júlí 1975. Við þetta ákvæði reglu- gerðar hefur ekki verið staðið, enn sem komið er. Hlutdeild rikissjóðs í kostnaði við akstur skólabarna umrætt tíma- bil er lauslega áætlaður milli 70 og 80 milljónir króna og á ársgrund- velli um 150 milljónir. Samkvæmt framangreindum lög- um og reglugerð, ber ríkissjóði að Ijúka greiðslu á aksturskostnaði vegna ársins 1975 á árinu 1976 og jafnframt því að hefja greiðslur á aksturskostnaði ársins 1976, þannig að greiðslur berist jafnóðum til sveitarfélaga á sama hátt og gert er með greiðslur vegna vinnu kennara o. fl. Sá aksturskostnaður er áætl- aður 170 milljónir króna, þ. e. hluti ríkissjóðs. Sé gert ráð fyrir því, að ríkið greiði ekki sinn hluta af aksturs- kostnaði vegna ársins 1975 fyrr en á árinu 1976, þarf því að gera ráð fyrir að heildarfjárveiting á fjár- lögum 1976 þurfi að vera samtals 320 milljónir króna, þ. e. ef ríkis- sjóður ætlar sér að standa við lög og reglugerðir. SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.