Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 45
SÉRA SIGMAR TORFASON, oddviti: FRETTAPISTILL UR SKEGGJASTAÐAHREPPI Skeggjastaðahreppur í Norður- Múlasýslu er nyrzti hreppur Aust- urlands. Hann tekur yfir strand- lengjuna frá Skammadalshöfða, utan Gunnólfsfells á Langanesi, að Stapaá á austanverðu Digranesi, milli Viðvíkur og Strandhafnar. Hreppurinn var fyrrum miklu stærri, sem sjá má af frásögn Land- námu um landnám Gunnólfs og af öðrum heimildum um mörk fjórð- unga og biskupsdæma á Skoruvík- urbjargi, en árið 1841 var sá hluti hreppsins, er náði yfir mikinn hluta Langaness, lagður til Norð- ur-Þingeyjarsýslu og er nú í Sauða- neshreppi. Byggðin í Skeggjastaða- hreppi ber þó enn hið forna heiti Langanesstrandir eða Langanes- strönd. Atvinnumál Heimabátar byrja grásleppu- veiði um miðjan apríl. Hrognin eru söltuð. Þeirri veiði lýkur í júní, og er þá byrjað með handfæri og síðan með línu, nokkrir liafa þorskanel. Að jafnaði lýkur veiði- tíma í byrjun október, það fer þó eftir veðráttu. Undanfarin sumur hafa verið gerðir út frá Bakkafirði 12—15 trillubátar. Ekki h.efur verið reist hór frysti- liús, en einn þorpsbúa. Hilmar Ein- arsson á Sólbakka, hefur stofnsett og rekið saltfiskverkun nokkur ár, sem kom í góðar þarfir og veitti atvinnu fólki, sem ella hefði þurft að sækja hana til annarra byggð- arlaga. Hilmar fékk keypt af Rfkis- ábyrgðasjóði hús síldarverksmiðju, sem reist var hér seint á síldveiði- árunum, en ekki fullgerð, hús þetta nýtist nú til fiskverkunar. Þegar gæftasamt er og góður afli, fást góðar tekjur á hinum stutta út- gerðartíma, en margir fara að heiman á vetrum til vinnu eða náms. Heildarverðmæti sjávarafla árið 1973 var 25.0 milljónir króna, eða Séra Sigmar Torfason, oddviti Skeggjastaöa- hrepps. sem næst 446.000,00 kr. á hvern íbúa þorpsins. Þó að Skeggjastaðahreppur hafi bæði fyrr og nú fengið verulegan hluta síns bjargræðis af sjávargagni og eigi þar ónotaða mikla mögu- leika, þá hefir sveitin einnig góð skilyrði til landbúnaðar. Vfðlendu heiðarnar, sem liggja að byggðinni, reynast ákjósanlegt haglendi fyrir sauðfé, enda er vænleiki sauðfjár með ágætum. Ræktunarskilyrði eru mikil og víða ágæt, eirtkum síðan góð tæki komu til land- þurrkunar. Vegna lélegra vega til mjólkurflutninga geta bændur ekki liaft mjólkurframleiðslu nema til heimilisnota. Bústofn er því mestmegnis sauðfé. Vorið 1974 voru í hreppnum 17 bændur á 14 jörðum. Bústofn var sem hér segir: sauðfé 3242, naut- gripir 28, hross 22. Sum búanna eru mjög smá. Kemur þar ýmislegt til, hár aldur sumra bænda, heilsu- brestur o. fl. Telja má í eyði a. m. k. 11 jarðir og jarðarhluta. Af þeim eru a.m.k. 6 vel fallnar til búskapar, þó að bæði þurfi þar að efna til bygginga og ræktunar til viðbótar því, sem er. Ekki hafa jarðir þessar verið til sölu, nema þrjár þeirra seldust vegna veiðiréttinda í ám. Fram að þessu hefur litlum sveitar- félögum verið ofviða að fara í kapp- boð við slíka kaupendur. Höfn Mikið aðdýpi er við lendingu á Bakkafirði og hrein og skerjalaus leið að bryggju, sem strandferða- skip og önnur skip leggjast að, þeg- ar fært reynist. Hefur öll aðstaða batnað við lengingu bryggjunnar og mundi stórum batna við meiri lengingu. Þar sem setja þarf báta upp á land um vetrartímann og einnig í stórviðrum á sumrum, er útgerð úr þorpinu einungis á litlum vélbát- um, en síðustu árin færist í vöxt, að stærri handfærabátar sunnan af Fjörðum, sem fiska vð Langanes, leggi hér daglega upp fisk til sölt- unar. Hafa skipstjórar slíkra báta talað um, að þeir vildu setjast að á Bakkafirði, ef þeir gætu fengið jtar húsnæði og mættu vænta fram- halds á hafnarbótum. SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.