Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1975, Blaðsíða 48
206 SÉRA JÓN M. GUÐJÓNSSON HEIÐURSBORGARI AKRANESS Á fundi bæjarstjórnar Akraness hinn 31. mai sl. var samþykkt ein- róma að gera séra Jón M. Guðjóns- son, sóknarprest, að lieiðursborgara kaupstaðarins. Við hátíðlega athöfn í Akranes- kirkju sunnudaginn 29. júní sl. var séra Jóni afhent skrautritað lieið- ursborgaraskjal. Sigfús Halldórsson, tónskáld og listamaður, skrautritaði heiðursskjalið, sem er í geitarskinns- möppu. Framan á möppunni ergyllt mynd frá Görðum á Akranesi. Við athöfnina söng kirkjukór Akraness undir stjórn Hauks Guð- laugssonar, söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar, Guðmundur Jóhanns- son lék einleik á selló og Haukur Guðlaugsson lék einleik á orgel. Magnús Oddsson, bæjarstjóri, las ritningarorð, forseti bæjarstjórnar, Daníel Ágústínusson, ávarpaði heið- ursborgarann og afhenti honum heiðursborgaraskjalið. Séra Jón þakkaði þann lieiður, er honum var sýndur og las ritningarorð. Séra Björn Jónsson flutti kveðju frá Sig- urbirni Einarssyni biskup, og flutti blessunarorð. I skjalinu stendur: „Bæjarstjórn Akraness hefur á fundi sínum 31. maí 1975 einróma kjörið þig heiðursborgara Akraness sem vott virðingar og þakklætis fyrir langt og farsælt starf á Akra- nesi og sérstaklega fyrir forystu þína i málefnum byggðasafnsins að Görðum.“ Séra Jón er fimmti lieiðursborg- ari Akraness. Hinir fyrri eru: Einar Ingjaldsson, sjósóknari, á Bakka, Ólafur Finsen, héraðslæknir, séra Friðrik Friðriksson, æskulýðs- leiðtogi, og Guðrún Gísladóttir, ljósmóðir, frá Söndum. Séra Jón M. Guðjónsson, til vinstri á myndinni veitir viðtöku heiðursborgarabréfi við háttðlega athöfn í Akraneskirkju. Daniei Ágústinusson, forseti bæjarstjórnar, til hægri á myndinni, ávarpar heiðursborgarann. HEIÐURSBORG- ARI EFTIR 50 ÁRA SETU í HREPPSNEFND Hreppsnefnd Miðdalahrepps í Dalasýslu kom saman til fundar í byrjun júlímánaðar s. 1. og sam- þykkti einróma að kjósa oddvita sinn, Gísla Þorsteinsson í Þorgeirs- staðahlíð, fyrsta heiðursborgara hreppsins. Hinn 1. júlí voru rétt 50 ár frá því að Gísli var fyrst kos- inn í hreppsnefndina, og í henni liefur hann átt sæti samfleytt síðan. Gísli var kosinn í hreppsnefndina 29 ára gamall, frá og með 1. júlí árið 1925, og oddviti hefur hann verið frá 1. júlí árið 1934 eða í 41 ár. Hann er fæddur árið 1896, og vantar því ár í áttrætt. Ekki er Sveitarstjórnarmálum kunnugt um, að annar maður hér á landi hafi setið lengur í lirepps- nefnd samfellt. I tilefni af heiðursborgarakjörinu hélt hreppsnefndin Gísla hóf í fé- lagsheimili hreppsins, og voru þar saman komnir nær allir hreppsbú- ar, er heimangengt áttu. SVEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.