Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 5
AUKAFUNDUR í FULLTRÚARÁÐINU Aukafundur var haldinn í fulltrúaráði Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga hinn 20. nóvember s.l. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Domus Medica á Skólavörðuholti og hófst kl. 10.00 ár- degis. Tilefni fundarins voru ummæli í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1976, þar sem vikið var að hugsanlegri yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sem þar var gert ráð fyr- ir, að ætti sér stað í tengslum við afgreiðslu fjár- laga ársins 1976. í athugasemdum með fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 1976 sagði m. a. svo: „Eins og kunnugt er hafa sveitarfélögin ekki notið 8% hlutdeildar í þessum hluta sölugjalds- ins (þ. e. 2% gjaldsins til Viðlagasjóðs) og raunar ekki í öðrum fjórum söluskattsstigum. Sveitar- félögin hafa sótt það fast að fá jafnan 8% hlut úr öllum söluskattinum til Jöfnunarsjóðs. Ríkis- stjórnin telur rétt að stefna að þessari tilfærslu tekna til sveitarfélaganna jafnframt því sem verk- efni þeirra yrðu aukin. Hún telur æskilegt, að fyrir endanlega afgreiðslu fjárlaga 1976 verði stig- ið skref í þá átt að auka starfssvið sveitarfélaga og jafnframt tekjur þeirra. Má í þessu efni benda á, að með því að sveitarfélögin fengju hlutdeild í þeim söluskattsstigum, sem Jrau fá ekki nú, ykj- ust tekjur Jreirra um 700—750 m.kr. Gætu sveitar- félögin Jiar með tekið við hlutdeild ríkisins í ýmsum málefnum, ]jar sem stjórn og eftirlit væri betur komið í. höndum þeirra vegna meiri staðar- legrar Jjekkingar. Með slíkri aukningu tekna sveit- arfélaganna væii svigrúm til að auka hlutdeild Jjeirra í ýmsum byggingarfranjkvæmdum.“ Og í fjárlagaræðu sinni hinn 28. nóvember fjallaði fjármálaráðherra Matthías Á. Mathiesen um þetta mál og sagði Jrá m. a.: „Það er stefna ríkisstjórnarinnar að breyta verkaskiptingunni milli ríkis og sveitarfélaga; sveitarfélögum verði falin aukin verkefni og fjár- hagslegur grundvöllur Jreirra endurskoðaður til Jjcss að tryggja sjálfstæði Jjeirra og framkvæmda- getu. Með þessum fjárlögum verður að minni hyggju að stíga fyrsta meiriháttar skrefið til Jress að auka hlut sveitarfélaganna. Eins og fram kemur í at- hugasemdum frumvarpsins, hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir Jjví, að hlutur sveitarfélaganna í söluskattstekjum verði aukinn, Jjannig að Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga fái endanlega 8% af hverju söluskattsstigi, en nú hefur sjóðurinn ekk- ert af þeim 4 stigum, sem nefnd eru söluskatts- auki né hinum 3 stigum, sem renna í Viðlaga- sjóð (2 stig) og til greiðslu olíustyrkja (1 stig). Þessi ráðstöfun eykur tekjur Jöfnunarsjóðs. Á móti Jressari tekjuaukningu sveitarfélaganna yrði Jjeim fengin aukin verkefni sem því svaraði. Þau verkefni eru ekki enn ákveðin, en að sjálfsögðu mun sú ákvörðun tekin fyrir afgreiðslu fjárlaga og í samráði við Samband íslenzkra sveitarfélaga. Ég tel, að taka þurfi til gagngerrar endurskoð- unar allar þær mýmörgu reglur, sem fjalla um samaðild og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitar- félaga í ýmsum greinum þjónustu og fram- kvæmda með Jjað í huga að ná skýrari verka- skiptingu og betra fjárhagsaðhaldi. Samstarfs verður leitað við sveitarfélög og samband þeirra í þessu máli." Aukafundi þessum í fulltrúaráðinu stýrði Páll Líndal, formaður sambandsins, en fundarritari SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.