Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 7
um ríkissjóðs og jafnframt verði færð verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Felur fulltrúaráðið stjórn sambandsins að taka upp viðræður við ríkisstjórn- ina um þessi mál á grundvelli þeirra umræðna og hugmynda, sem koniið hafa frarn á fundinum. Fulltrúaráðið bendir á, að breytingar þær, sem unnt er að gera á verkefnaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga fyrir næstu áramót hljóta að teljast liður í heildarendurskoðun verkefnaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, m. a. vegna þess að ómögulegt er á svo skömmum tíma að meta til íulls þær fjárhæð- ir, sem felast í hinum ýmsu verkefnum, þegar til lengri tíma er litið. Því beinir fulltrúaráðið þeim ákveðnu óskum til ríkisstjórnarinnar, að nú þeg- ar verði skipuð samstarfsnefnd ríkisins og Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, sem hafi það verk- efni að undirbúa fyrir reglulegt Alþingi 1976 til- lögur um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga og á verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga." Kostnaðarskiptingu við tannlækningar verði breytt Fulltrúaráðið samþykkti með 20 atkv. gegn 3 tillögu, sem Kristján Magnússon, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, flutti svohljóðandi: „Fundur í fulltrúaráði Sambands íslenzkra sveitarfélaga 20. nóvember 1975 skorar á ríkis- stjórn og Alþingi að breyta þegar á þingi því, er nú situr, lögurn um tannviðgerðir skólabarna á þann veg, að þeir aðilar, sem þjónustunnar njóta, greiði i/3 hluta kostnaðarins. Telur fundurinn reynsluna hafa sýnt, að það sé það eina raunhæfa aðhald, sem hægt sé að veita í þessum málum.“ Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavík, bar fram á fundinum tillögu jress efnis, „að kannaður verði sá möguleiki, að frestað verði að láta sveit- Jöfnunarsjóður veiti tímabundna aðstoð Áður hafði einnig samhljóða verið samþykkt tillaga, sem formaður kynnti af hálfu stjórnar- innar um aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við þau sveitarfélög, sem verða fyrir skakkaföllum í sambandi við verkefnatilfasrsluna. Tillagan var á þessa leið: „Aukafundur fulltrúaráðs Sambands islenzkra sveitarfélaga, haldinn 20. nóvember 1975, leggur áherzlu á, að lagaákvæði um Jöfnunarsjóð sveitar- félaga verði endurskoðuð með það fyrir augum, að hann verði betur hæfur til að veita tíma- bundna aðstoð til sveitarfélaga, sem verða fyrir skakkaföllum vegna fyrirvaralítillar yfirtöku verk- efna frá ríkissjóði eða aukinnar kostnaðarhlut- deildar í sameiginlegum verkefnum. Jafnframt verði ákvæðum laganna breytt á þann veg, að fleiri sjónarmið verði höfð við lit- hlutun framlaga en íbúafjöldinn einn. Fundurinn telur eðlilegt, að Samband íslenzkra sveitarfélaga fái ákvörðunarvald eða ríkan íhlut- unarrétt um ráðstöfun aukaframlaga úr sjóðn- um." Nokkrir fundarmanna, talið frá vinstri: Kristján Benediktsson, borg- arfulltrúi; aftan við hann sér á Erling Garðar Jónasson, oddvita á Egilsstöðum; síðan er Hilmar Jónsson, oddviti á Patreksfirði; Ólafur Kristjánsson í Bolungarvík, varaform. Fjórðungssambands Vestfirð- inga og Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdastjóri þess; Þórir H. Ein- arsson, oddviti Kaldrananeshrepps; Lárus Ægir Guðmundsson, sveit- arstjóri á Skagaströnd; Heimir Ingimarsson, sveitarstjóri á Raufar- höfn og formaður Fjórðungssambands Norðlendinga og loks Jósep Þorgeirsson, bæjarfulltrúi á Akranesi. arfélögin fá þessa auknu hlutdeild í söluskatts- tekjunum gegn því, að ríkissjóður taki 10% hlut- deild sveitarfélaganna í rekstri sjúkrasamlaganna, enda er hér um svipaðar fjárhæðir að ræða.“ Tillögu þessari var í samráði við flutningsmann vísað til stjórnar sambandsins. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.