Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 8
ÁLYKTUN SAMBANDSSTJÓRNAR FRÁ 6. DESEMBER Svofelld ályktun var samþykkt á stjórnarfundi Sambands isl. sveitarfélaga 6. desember 1975: Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga ítrekar fyrri yfirlýsingar sínar urn, að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði endurskoðuð og gerð ein- faldari en nú er, en leggur jafnframt áherzlu á, að tekjustofnar sveitarfélaga samsvari verkefnum og að fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna verði tryggt. Hugmyndir þær urn breytingar á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, sem nú hafa verið lagðar fyrir stjórnina, eru, hvað varðar hreinni verkaskiptingu, í samræmi við þessa stefnu, svo framarlega sem fjárhagsleg aðstaða sveitarfélag- anna verður jöfnuð með breytingu á úthlutunar- reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Skiptar skoðanir eru hjá sveitarstjórnarmönn- um varðandi einstaka liði í framkomnum hug- myndurn um verkaskiptingu. Stjórn sambandsins gerir sameiginlega eftirfarandi athugasemdir: 1) Viðhald grunnsliólamannvirkja snertir öll sveitarfélög. Kostur þess, að sveitarfélög taki að sér allan viðhaldskostnað Jreirra mannvirkja er, að verkaskipting verði lireinni, og samræmist því flutningur Jressa verkefnis frá ríki til sveitar- félaga í megindráttum hugmyndum sambandsins um verkaskiptingu. Hins vegar kemur slíkur verk- efnisflutningur misjafnt við einstök sveitarfélög, sérstaklega að Jjví er varðar viðhald á heimavist- arrými grunnskóla. 2) Dagvistarheimili, rekstur og stofnkostnaður. Skiptar skoðanir eru í stjórn sambandsins um Jjað, hvort rétt sé, að sveitarfélögin greiði allan stofnkostnað dagvistarheimila. Er á Jjað bent, að 262 hér er um að ræða verkefni, sem er misjafnlega langt á veg komið, en er sérstaklega brýnt vegna félagslegra aðstæðna. Þær tölur, sem lagðar hafa verið til grundvallar hugmyndum um yfirfærslu Jjessa verkefnis, eru ekki í samræmi við veruleik- ann. í fjárlagafrv. fyrir árið 1976 eru áætlaðar 117 millj. kr. vegna rekstrar dagrdstarheimila og 70 mkr. vegna stofnkostnaðar, en samkvæmt upp- lýsingum menntamálaráðuneytis, þarf miðað við áætlun frá í maí sl., 125 mkr. til greiðslu rekstrar- kostnaðar á árinu 1975 og fjárhæðin Jryrfti að vera a. m. k. 187 mkr. til að ríkið gæti greitt hlutdeild sína í rekstrarkostnaði dagvistarheimila 1975 og helming af hlutdeild sinni á árinu 1976, eins og reglugerð gerir ráð fyrir. Jafnframt er rétt að vekja athygli á Jrví, að á næstu fjórum árum er ráðgert að taka í notkun 27 dagvistar- heimili, og mun Jrvi rekstrarkostnaður dagvistar- heimila aukast af Jjeim sökum. Hvað snertir stofnkostnaðarframlög ríkissjóðs, má geta þess, að menntamálaráðuneytið hefur talið, að taka þyrfti upp í fjárlög 1976 165 mkr. vegna Jnátttöku ríkisins í stofnkostnaði dagvistarheimila, sem tek- in hafa verið í fjárlög og hefðu væntanlega verið tekin í fjárlög 1976. Af framangreindu er ljóst, að Jtessir liðir eru rnjög vanmetnir í sambandi við hugmyndir um yfirfærslu. 3) Dvalarheimili aldraðra, þátttalia i stofn- kostnaði. Um Jrennan lið er svipaða sögu að segja og um dagvistarheimilin, en framkvæmdir á þessu sviði eru almennt mjög skammt á veg komnar. Sú fjárhæð, sem lögð hefur verið til grundvallar yfirfærslu Jiessa verkefnis eða 60 mkr. er sýnilega allt of lág. 4) Bókasöfn, styrkir til stofn- og rekstrarliostn- aðar: Sú tala, 20 mkr., sem lögð hefur verið fram um ríkisframlög til bókasafna, er ekki í samræmi SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.