Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 11
MEGINSTOÐIR ATVINNULIFSINS Á FÉLAGSLEGUM GRUNDVELLI Samtal við Bjarna Þórðarson, fv. bæjarstjóra í Neskaupstað, sem nú hefur verið bæjarfulltrúi lengur en nokkur annar, eða í 38 ár. BJARNI ÞÓRÐ'ARSON, bæjarfulltrúi í Nes- kaupstað, er meðal þeirra einstaklinga, sem mest- an svip hafa sett á mannfundi sveitarstjórnar- manna á síðustu áratugunum. Hann lét af starfi bæjarstjóra í Neskaupstað 1. júlí 1973 og hvarf úr fulltrúaráði sambandsins á landsþinginu 1974, eftir að hafa átt þar sæti í rúman áratug. Þegar hann lét af bæjarstjórastarfinw, hafði liann gegnt því samfellt frá árinu 1950 eða í 23 ár, og voru þá liðin 27 ár, frá því að hann fyrst varð bæjar- stjóri til bráðabirgða. Bjarni var fyrst kosinn í bæjarstjórn Neskaupstaðar árið 1938, fyrir 37 árum, og í lok núverandi kjörtímabils nær hann því að hafa setið í samfellt 40 ár í bæjarstjórn- inni. í bæjarstjórnarkosningunum 1974 skipaði Bjarni efsta sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Neskaupstað, er listinn lilaut 6 sæti af 9 í bæjarstjórninni. Er leiðir okkar Bjarna lágu saman á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi á Seyðisfirði í september, notaði ég tæki- færið og tók hann tali. — Hve lengi varst þú bæjarstjóri, Bjarni? „Ég varð fyrst bæjarstjóri 2. febrúar 1946, en það var aðeins til bráðabirgða, meðan verið var að ráðstafa starfinu til frambúðar. Eftir það var ég bókari hjá bænum, bæjargjaldkeri og staðgengill bæjarstjóra, þangað til í apríl árið 1950, að ég var ráðinn bæjarstjóri. Gegndi ég því starfi síðan samfellt til 1. júlí 1973, eða í rúmlega 23 ár. Ég hygg, að enginn hafi verið lengur bæjarstjóri hér á landi nema Ásgrímur Hartmannsson á Ólafsfirði og ef til vill Steinn Bjarni Þórðarson að starffi. Steinsen á Akureyri, en starfstími okkar mun hafa verið mjög áþekkur að lengd.“ — Varst þú ekki samtímis bæjarfulltrúi? 265 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.