Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 12
„Jú, ég var fyrst kosinn í bæjarstjórn í janúar árið 1938 og hefi átt sæti í bæjarstjórn sam- fellt síðan. Endist ég út þetta kjörtímabilið, verð ég búinn að vera bæjarfulltrúi í 40 ár og 4 mánuðum betur. Veit ég engan mann hafa verið það lengi í bæjarstjórn á landi hér.“ — I»að höfðu verið erfiðir tímar á Norðfirði, þegar þú komst inn í bæjarstjórnina? „Um þessi áramót 1937—1938 var heldur far- ið að slakna á kreppunni, sem tröllriðið hafði þessu bæjarfélagi, eins og öðrum, um nokkurra ára skeið; fjárhagserfiðleikar voru gífurlegir, og segja rná, að framfærslumálin og ýmislegt tengt jreim, eins og barátta fyrir atvinnubótavinnu liafi verið aðalviðfangsefni bæjarstjórnar í heilan áratug. Þessu ástandi létti ekki fyrr en í stríðinu. Og þegar ég tók við bæjarstjórastarfinu, voru aðstæður mjög farnar að breytast, en ærnir erf- iðleikar þó við að glíma, eins og jafnan er lijá sveitarfélögum, hvort sem vel árar eða illa.“ — Bæjarfélagið var orðið kaupstaður fyrir nokkru, þegar þú varðst bæjarfulltrúi? „Já, kaupstaðarréttindi fengust 1. janúar 1929, sarna árið og ég fluttist til Norðfjarðar. Alþýðu- flokkurinn hafði þá nijög sterka aðstöðu í bæn- um og öflugan bæjarstjórnarmeirihluta og réðst í ýmisleg merkileg stórvirki, eins og byggingu barnaskóla, sem dugað hefur til þessa dags, skyn- samleg fasteignakaup og togaraútgerð, en allt lenti þetta í erfiðleikum kreppuáranna og kom ekki að því haldi, sem forgöngumennirnir stefndu að. Það má segja, að rninn flokkur liafi, eftir að liann fékk meirihluta í bæjarstjórn árið 1946, haft sömu sjónarmið, og megináherzlu höfurn við jafnan lagt á það, að tryggja næga atvinnu og lífvænleg kjör með því að beita okkur utan og innan bæjarstjórnar fyrir stofnun og rekstri atvinnufyrirtækja. Þau liafa gengið svona upp og ofan, en þegar á heildina er litið, hefur þetta þó gengið vel og atvinnulíf staðið með blóma í Neskaupstað núna um langt árabil og velmeg- un verið mikil. Við höfum líka lagt kapp á ýmsa félagslega þætti, svo sem byggingu mjög myndarlegs dagheimilis barna, félagsheimilis, SVEITARSTJ ÓRNARMÁL íþróttahúss og skóla, Jrótt okkur finnist Jjað hafa gengið liægar heldur en við hefðum viljað.“ — Telur Jjú, að sveitarstjórn hafi að einliverju marki verið með öðrum liætti í Neskaupstað heldur en annars staðar tíðkast? „Til lausnar vandamálunum bæði innan bæj- arstjórnar og Jrar sem við ráðum atvinnustofn- unum, höfum við beitt félagslegum úrræðunt einvörðungu með góðum árangri. Atvinmdífið er á engan liátt háð duttlungum einstaklinga, lield- ur eru almenningshagsmunir jafnan hafðir í huga. Og Jrví verður ekki neitað, að við hefur borið, að Jreir ltafi verið teknir fram yfir hags- muni fyrirtækjanna. Þetta Jrýðir ekki Jrað, að við séum andvígir einstaklingsframtaki eða reyn- um að bregða fyrir Jrað fæti. Þvert á móti höfum við styrkt Jrað, t. d. með bæjarábyrgðum eða ábyrgðum fjársterkra fyrirtækja, sem við liöf- um ráðið, Jregar menn hafa Jmrft á að halda til þess að komast yfir framleiðslutæki. Smá- útgerð í Neskaupstað er eingöngu í höndum einstaklinga. Hún er rnjög blómleg og afli smá- bátanna stundum jafngilt því, að við hefðum Jrriðja togarann. Fyrirtæki, sem við ráðum, svo sem Síldarvinnslan hf., liefur hjálpað fjöldamörg- um einstaklingum til Jress að komast yfir báta með ábyrgðum og jafnvel beinum lánurn." —Hvaða fyrirtækjum hefur bæjarfélagið kom- ið á fót? „Á sínum tíma var rekin bæjarútgerð, sem gerði út tvo togara, sem báðir fórust. Voru Jrað Egill rauði og Goðanes. Þriðji togarinn var keyptur, en )já harðnaði svo á dalnum fyrir tog- araútgerðinni, að við neyddumst til að selja hann. Síðan hefur bæjarfélagið sjálft ekkert at- vinnufyrirtæki rekið. En Jrað gekkst fyrir stofn- un tveggja helztu atvinnufyrirtækjanna í bæn- um, fyrst Dráttarbrautarinnar hf. og síðan Síld- arvinnslunnar hf., sem er burðarásinn í atvinnu- lífi kaupstaðarins. Bærinn er liluthafi í báðum Jjessum fyrirtækjum, og að öðru leyti eru þau að mestu í höndum almannasamtaka." — Hver hafa verið önnur lielztu verkefni bæj- arfélagsins á síðari árum?

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.