Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 14
1938 var enginn staríhæfur meirihluti i bæjar- stjórninni og algert vandræða- og upplausnar- ástand innan bæjarstjórnarinnar. Aukakosning- ar fóru fram í september, en breyttu engu. Ann- að eins ófriðarár eins og árið 1938 hefur aldrci gengið yfir bæjarstjórn Neskaupstaðar. Þessu lyktaði með því, að við kommúnistarnir kusum tvo sjálfstæðismenn í röð sem bæjarstjóra, og eftir að upp úr því slitnaði, sameinaðist bæjar- stjórnin um kosningu Ragnars Péturssonar, nú kaupfélagsstjóra í Hafnarfirði sem bæjarstjóra, og gegndi hann því starfi, þangað til Sósíalista- flokkurinn fékk meirihluta. Samstarf í bæjar- stjórn milli flokka er yfirleitt gott og illinda- lítið, og ber ekki mikið á ágreiningi, þótt auð- vitað sé hann fyrir hendi, þegar um stefnumark- andi mál er að ræða. Bæjarfulltrúar eru á einu máli um það, eins og víða annars staðar, að haga störfum sínum eins og þeir telja, að sé bæjarfélaginu fyrir beztu. Alþýðubandalagið markar að sjálfsögðu stefnuna sem sterkur meiri- hlutaflokkur, og árangur þeirrar stefnu kemur m. a. fram í því, sem ég drap á áðan, að megin- stoðir atvinnulífsins eru reistar á félagslegum grundvelli, og svo til öll verzlun í bænum er samvinnuverzlun." — Það hefur stundum verið talað um strák- ana á Norðfirði, sem haldið hafi saman frá æsku- árunum. Hvað viltu segja um það og verka- skiptingu milli þeirra? „Já, þarna víkur þú nú að því, að ég ásamt Lúðvík Jósepssyni og Jóhannesi Stefánssyni vor- um oft nefndir „strákarnir" og erum kannske enn. Formlega skiptum við aldrei milli okkar verkum, en það æxlaðist svo, að allir vorum við lengi í bæjarstjórn saman. Lúðvík fór í hina æðri pólitík, gerðist alþingismaður og ráðherra, en jafnframt rnikill valdamaður lieima fyrir. Jó- hannes fór í verzlunina og atvinnureksturinn jafnframt því sem hann hafði mikil afskipti af bæjarmálum sem forseti bæjarstjórnar um lang- an aldur. Aðal starfsvettvangur minn var á sviði bæjarmála og við hina pólitísku hlið bæjarmál- anna og raunar fleiri Idiðar þeirra mála. £g hefi 268 til dæmis, allt frá því að við hófum blaðaútgáfu SVEITARSTJÓRNARMÁL árið 1933, haft mestan veg og vanda af þeirri út- gáfustarfsemi." — Þú hefur þá sem bæjarstjóri hlotið að ha.'a einna nánust tengsl við hinn óbreytta kjósanda, — er ekki svo.? „Maður, sem gegnir bæjarstjórastarf i jafn lengi og ég, kernst óhjákvæmilega í snertingu við alla jrætti bæjarlífsins og hefur á beinan og óbeinan hátt afskipti af málefnum hvers einasta borg- ara. Ég reyndi, eins og aðrir sjálfsagt reyna í þessari stöðu, að leysa vanda manna, eins og ég var maður til, en reyndi jafnframt að forðast óþarfa afskipti af högum manna eða að troða mönnum um tær.“ — Mér hefur skilizt, Bjarni, að þú liafir ekki efnazt persónulega á störfum þínum fyrir bæjar- félagið? „Ég lét mér alltaf nægja launin mín, sem jafn- an voru í lægra lagi, miðað við laun annars staðar fyrir þessi störf, og tók aldrei að mér launuð aukastörf. Sannleikurinn er sá, að ég hefi aldrei um dagana haft áhuga á að eignazt peninga eða önnur slík verðmæti. Annars hefði ég sjálfsagt gert það. Mér hafa aldrei fundizt peningar neins virði, nema þegar mig hefur vantað jrá. Nú, það má kannske bæta þarna við, að það liafi líka átt þátt í þessu, að konan mín hafði engu meiri áhuga á auðsöfnun heldur en ég sjálfur. Reynsla mín er líka sú, að launa- manni með miðlungstekjur geti ekki safnazt fé, nema liann sé í einhverju braski með, en það hefi ég aldrei lagt fyrir mig.“ — Ert þú Norðfirðingur að uppruna, Bjami? „Ekki nema að fjórðungi. Föðurfaðir minn var Norðfirðingur, en fluttist á þrítugsaldri til Berufjarðar, þar sem hann ól aldur sinn síðan, — honum varð aldrei misdægurt, þótt hann yrði nærri 100 ára. Föðurmóðir mín var Austur- Skaftfellingur, en móðurforeldrar mínir voru Vestur-Skaftfellingar, Síðumenn, Jiótt þeir byggju allan sinn búskap í Suðursveit. Og þar fæddist ég.“ — Hvenær?

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.