Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 15
„Ætli þeir séu ekki fáir fundirnir, sem ég hofi setið þegjandi,“ segir Bjarni Þórðarson á einum stað í samtali þessu. Hér er hann að tala á fundi í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar fyrir nokkrum árum. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Birgir Stefánsson, fundarritari, skrifstofumaður hjá bænum, Eyþór Þórðarson, Sigfinnur Karlsson og lengst til hægri Jóhann K. Sigurðsson. (Ljósm. Hjörl. Guttormsson). „Það var 24. apríl árið 1914. Það er merkis- dagur í minni ætt. Þá fæddist faðir minn árið 1891. Þá giftust foreldrar rnínir árið 1913. Og þá opinberuðum við hjónin árið 1940. En það var nú ekki tilviljun eins og allt hitt. Ég ólst upp á Krossi á Berufjarðarströnd frá eins árs aldri, þar til ég fór til Norðfjarðar 15 ára gamall. Faðir minn drukknaði frá 4 ungum börnum og hinu fimmta ófæddu, þegar ég var 11 ára gamall. Ég var elztur, svo að ég fékk þegar í bernsku að kynnast fátæktarbaslinu, þeg- ar allar eigur búsins, lifandi og dauðar, stórar og smáar, voru seldar á opinberu uppboði og móðir mín stóð uppi með fimm ung börn og eignalaus. Kona mín var Anna Eiríksdóttir, tré- srniðs Elíssonar og konu lians Hildar Jónsdóttur. Hún lézt sl. sumar.“ — Þú varst formaður í undirbúningsnefnd að stofnun samtakanna? „Já, en ekki get ég talið mig sérstakan frum- kvöðul að stofnun þeirra.“ — Ertu ánægður með þróun samtakanna? „Nei, síður en svo. Ég tel, að þessi samtök eigi að vera frjáls samtök sveitarfélaganna, eng- um háð, nema þeim, en mér virðist allt stefna í þá átt, að þau eigi að verða stofnun, viss liður í ríkiskerfinu og nýtt skrifstofubákn til viðbótar þeim, sem fyrir eru, og því er ég algerlega and- vígur. Ég er andvígur því, að löggjöf verði sett um landshlutasamtökin og vefengi rétt Aljringis til að leggja þeim nokkrar skyklur á lierðar, eins og til dæmis í sambandi við fræðsluskrifstof- urnar." — Áttir þú þátt í stofnun Fjórðungsþings Aust- firðinga árið 1944? „Ekki nema sem bæjarfulltrúi. Ef ég man rétt, voru fulltrúar Neskaupstaðar á stofnfundinum, sem haldinn var á Eiðum, Lúðvík Jósepsson, Jón- as Thoroddsen og Jón Sigfússon. En síðar sat ég auðvitað fjölmarga fundi Fjórðungsþingsins og tók jjátt í störfum þess. Stgrfsemi þess lagðist svo niður nokkru áður en Samtök sveitarfélaga á Austfjörðum voru stofnuð, sem ég tel, að séu arftaki Fjórðungsjringsins." — Berðu í brjósti ugg um, að stjórnvöld veiti Egilsstöðum einlivers konar miðstöðvarhlutverk og taki Jrannig beinið úr nefi Neskaupstaðar? „Nei, enda er mín skoðun sú, að fráleitt sé að gera eitthvert eitt sveitarfélag að einhvers konar höfuðstað fyrir landshlutann. Þegar talað er t. d. um dreifingu valds, þá á ekki að ein- blína á einn stað, hvort sem hann heitir Egils- staðir, Neskaupstaður eða eitthvað annað. Þeg- ar verið er að skipuleggja stjórnun Jressa lands- hluta, þá á að liafa hann allan í huga. Eins og 269 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.