Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 17
MAGNÚS H. MAGNÚSSON, fv. bæjarstjóri: AÐ GOSI LOKNU Þegar séð varð fyrir endann á eldsumbrotum í Vestmannaeyjum, um mitt ár 1973, fór það ekki milli mála, að við mikil og margþætt vandamál var að glíma. Ég vík hér að nokkrum þeirra. Skortur á íbúðarhúsnæði Eitt alvarlegasta vandamálið var gífurlegur skortur á íbúðarhúsnæði. Eldgosið hafði eyðilagt hátt í 400 íbúðir og stórskemmt hundruð annarra, sem talsverðan tíma tæki að gera við. Ýmsar kannanir sýndu, að mikill meirihluti Vestmannaeyinga vildi snúa heim aftur, en veru- legur hluti þeirra gat það ekki sökum skorts á nothæfu húsnæði. Margir þurftu húsnæði, meðan verið var að gera við íbúðir þeirra, aðrir á meðan þeir væru að byggja og enn aðrir um óákveðinn tíma. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað að vinna að lausn þessara mála með þrennum hætti. Með því að gera eins margar íbúðarhúsalóðir byggingar- hæfar á eins skömmum tíma og mögulegt var, með því að byggja fjölda íbúða á vegum bæjar- SéS yfir „gamla bæinn" í austur. Fremst sambýlishús bæjarins og lengst til vinstrl hlutl ,,telescope“-húsanna. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.