Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 18
sjóðs til endursölu á kostnaðarverði og með því að útvega bráðabirgðahúsnæði í stórum stíl. Byggingarhæfar lóðir Flest byggingarsvæðin, sem deiliskipulag var til fyrir, fóru undir hraun eða margra metra þykkt vikurlag, og var því svo til alger skortur á full- skipulögðum byggingarsvæðum. Aftur á móti var, skömmu fyrir gos, búið að ganga frá nýju aðalskipulagi fyrir kaupstaðinn, en viðkomandi ráðuneyti átti þó eftir að stað- festa það. í aðalskipulaginu var gert ráð fyrir nýju 650—700 íbúða hverfi á vestanverðri Heima- ey, suður af Herjólfsdal. Á deiliskipulagi var ekki byrjað. Fljótlega eftir að eldgosið hófst, voru viðkom- andi aðilar beðnir að flýta gerð deiliskipulags af svæðinu og mikil áherzla var á það lögð um það leyti, sem verulega fór að draga úr krafti gossins. Ennfremur var gert deiliskipulag af ýmsum svæð- um í útjaðri eldri byggðar. Jafnhliða og í framhaldi af gerð deiliskipulags voru gölur lagðar, svo og holræsi, vatns- og raf- lagnir og lagnir fyrir fjarhitun í nýja vesturbæn- um. Frá því að gosi lauk, er búið að gera byggingar- hæfar lóðir fyrir á áttunda hundrað íbúðir. Með því á ég við, að lóðirnar eru tilbúnar til úthlut- unar, hægt að mæla fyrir húsum á þeim nú þeg- ar, og trygging er fyrir tengingu við allar nauð- synlegar veitur, þ. e. holræsi, dreifikerfi vatns og rafmagns og fjarhitunar í nýja vesturbænum. Flestar eru íbúðirnar í einbýlishúsum, en þó er mikið um rað- og fjölbýlislóðir. Búið er að úthluta lóðum fyrir nokkuð á 4. hundrað íbúðir, sem flestar eru í byggingu, mis- munandi langt komnar, en margar þeirra full- búnar. Það auðveldaði þetta mikla verk verulega, að aðalskipulagið var tilbúið fyrir gos. Þannig mátti strax og hreinsun hófst aka vikrinum í fyrirliug- uð vegastæði aðalbrauta og byggingarsvæði og landið þannig hækkað upp að meðaltali um 1—2 metra. Kostnaður við lagnir allar og húsgrunna varð því miklum mun lægri en ella hefði orðið, því jarðvegur er þarna mjög erfiður, að ekki sé meira sagt, enda um tiltölulega nýtt hraun að ræða (5—6 þúsund ára gamalt). Til viðbótar við mikinn sparnað í fjármunum bættist svo óhemju- mikill tímasparnaður. Sumir segja, að ekki hefði átt að hækka landið upp, heldur byggja í hrauninu eins og það var, þ. e. að sprengja fyrir húsgrunnum, lögnum öll- um og vegstæðum. Ég viðurkenni, að það hefði getað verið skemmtilegt, en mjög dýrt og tekið langan tíma. Þess ber einnig að gæta, að sér- kennilegustu staðir hraunsins eru lítt eða ekki snertir. Byggingaráætlun Vestmannaeyja Hafizt var handa um byggingu íbúða í stórum stíl á vegum kaupstaðarins. í fyrsta áfanga eru 84 íbúðir, sem allar eru ætlaðar til endursölu á kostnaðarverði, þar af eru 18 íbúðir byggðar á grundvelli laga um verkamannabústaði. íbúðirn- ar eru í 2ja og 3ja hæða fjölbýlishúsum. Allmarg- ar íbúðanna eru tilbúnar, aðrar langt komnar. í öðrum áfanga er áætlað að reisa fleiri íbúðir á grundvelli laga um verkamannabústaði og laga um leiguhúsnæði sveitarfélaga. Bráðabirgðahús Til að leysa bráðan vanda keypti bæjarsjóður með liagkvæmum kjörum 60 „telescopehús" af Viðlagasjóði. Þessu til viðbótar samdi bæjarsjóð- ur við danskt fyrirtæki um smíði 10 íbúðarhúsa, sem hvert um sig er innréttað sem tvær litlar íbúðir. Þegar alvarlegasti húsnæðisskorturinn er afstaðinn, verður þeim með lítilli fyrirhöfn breytt í meðalstór einbýlishús. Þá hefur bæjarsjóður keypt nokkur eldri íbúð- arhús af skipulagsástæðum og leigt þau út. Þannig hefur bæjarsjóður getað hjálpað u. þ. b. 200 fjölskyldum um leiguhúsnæði um lengri eða skemmri tíma, en mjög mikið vantar þó á, SVEITARSTJ ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.