Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 19
að unnt verði að leysa þarfir allra, sem þess óskuðu. Fjarhitun Áður en lóðum var úthlutað í nýja vesturbæn- um, þurfti að taka ákvörðun um upphitun svæð- isins. Um þrjár leiðir var helzt að ræða: Dvalarheimill aldraSra. 1. Sérupphitun hvers húss með olíu. 2. Bein rafhitun. 3. Fjarhitun, þar sem grunnaflið er ótryggð raforka frá Landsvirkjun, en svartolíukynd- ing til vara. Fyrsti möguleikinn var fljótlega afskrifaður, þótt auðveldastur væri fyrir bæjarsjóð, enda er hann í mótsögn við ríkjandi stefnu í orkumálum. Við samanburð á 2. og 3. möguleika kom í ljós, að fjarhitun er u. þ. b. 20% dýrari í stofnkostnaði en bein rafhitun, en að sama skapi ódýrari í rekstri, enda liagkvæmara að hafa varaafl í svart- olíukötlum en dieselvélum. í Vestmannaeyjum verður að vera til varaafl fyrir allt að 100% af mestu aflþörf vegna þess hve langan tíma það getur tekið að gera við neðansjávarrafstrenginn milli lands og Eyja, einkum ef bilun ætti sér stað að vetrarlagi. Fjarhitun varð fyrir valinu, og var þá ekki hvað sízt haft í huga, að með því er öllum leiðum haldið opnum um nýtingu hita frá nýja hraun- inu, en allt útlit er fyrir, að yfirstandandi til- raunir í þá átt sýni hagkvæmni hraunhitaveitu, sem þjónað gæti byggðarlaginu næstu áratugi. Þar við bætist, að notkun ótryggðrar raforku til húsaliitunar er þjóðhagslega mun hagkvæmari en bein rafhitun. Hraunhitaveita Fljótlega eftir að eldgosi lauk, var farið að hugleiða þann möguleika, að nýta hita frá hraun- inu til upphitunar húsa í kaupstaðnum. Margir góðir menn liafa þar að unnið. Fyrsta hugmyndin var bundin þeirri forsendu, Vélar fiskiðjuveranna fluttar heim til Eyja á ný. n '' gMHIBI :| Sjúkrahúsið 2. febrúar 1973. Sjúkrahúsið nú. 273 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.