Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 21
Höfnin fékk líka sinn skerf af öskunni, en hér er verið að hreinsa hana og dýpka. hreinsun og uppgræðslu, vegna þess að vikurfok- ið er mjög hvimleitt og eyðileggur auk þess ýmis verðmæti, svo sem lakk á bifreiðum, rúðugler o. m. fl. Þá ber að hafa í huga, að ekki er unnt að verka fisk í skreið, á meðan vikurfok á sér stað að einhverju marki. Uppgræðslan hefur aðallega farið fram með þrennum hætti: 1. Vikur hreinsaður burt alveg niður í mold, síðan herfað og sáð í á venjulegan hátt. 2. 10—20 cm þykku lagi af mold er jafnað yfir vikurfláka, sáð í og valtað. 3. Sáð í vikurinn beint. Með góða reynslu af sáningu í Hekluvikur í huga var fljótlega byrjað að sá (og bera á) beint í vikurinn, og var það að mestu gert úr flugvél- um. Þessi aðferð hefur því miður ekki gefizt vel í Eyjum, og er það næstum eina atriðið í sam- bandi við uppbygginguna, sem verulegum von- brigðum hefur valdið. Líklegasta skýringin er að mínu áliti sú, að vikurinn í Eyjum bindur aðeins 20% raka á móti 80% í Hekluvikri. Grasið hrein- lega skrælnar úr þurrki. Til að vega hér upp á móti hefur ýmislegt verið reynt, t. d. celluoselím, sem á að draga verulega úr uppgufun, og leir- húðað fræ, en leirinn á að halda fræinu röku. Þetta hefur ekki borið tilætlaðan árangur. Uppgræðsluaðíerðir, sem um getur í 1. og 2. lið hér að framan, hafa gefið mjög góða raun, og verður að halda því starfi áfram um árabil eða þar til allt vikurfok hefur verið stöðvað. Nýbygging sjúkrahúss Á undanförnum árum hefur stórt og myndar- legt sjúkrahús verið í smíðum í Eyjum. Fyrir gos var byrjað að nota hluta byggingarinnar (heilsu- gæzlustöð, rannsóknarstofu og röntgendeild), og unnið var að innréttingu sjúkradeilda. Húsið varð fyrir talsverðum skemmdum í gos- inu, þó mun minni en búast mátti við. Sumarið 1973 var byrjað að gera við gosskemmdir, og var því að mestu lokið í árslok. Jafnframt var fram- kvæmdum við að fullgera húsið hraðað eins og 275 SVEITARST.TORNARIUÁT.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.