Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 24
Barnaheimili Vlslndamaður og bœjarst|órinn þrautgóði, Þorbjörn Stgurgeirsson til vinstri og Magnús H. Magnússon, greinarhöfundur til hægrl. Hjól atvinnullfsins snúast á ný, loðnubræðsla i febrúar 1975,— en baksviðlð er ólikt þv[, sem áður var i Eyjum. Ungt fólk I sjálfboðavinnu vlð vikurhreinsun i Herjólfsdal. SJá enn- fremur kápusiðu. LJósmyndlrnar með greininni tök Slgurgelr Jönas- 278 son> IJosmyndari f Vestmannaeyjum. SVEITARSTJÓRNARMÁL Fyrst eftir að gosi lauk var ekki árennilegt að hefja rekstur í hinu gamla dagheimili bæjarins. Það var nálægt hraunkantinum. Mikill vikur var á svæðinu og víða hiti í jörðu. Hins vegar var meiri nauðsyn en nokkru sinni áður að halda uppi öflugri starfsemi barnaheim- ila, bæði dagheimila og leikskóla. Ástæðurnar voru m. a. þessar: 1. Slysahætta var víða til staðar, t. d. í hálf- hrundum húsum. 2. Margir bjuggu við erfið húsnæðisskilyrði, t. d. meðan á viðgerð húsa þeirra stóð. 3. Umhverfi flestra íbúðarhúsa var í fyrstu vægast sagt óvistlegt fyrir börn. 4. Ef uppbygging Eyjanna átti að takast fljótt og vel, var nauðsynlegt að koma útgerð og fiskiðnaði sem allra fyrst í sem öflugastan rekstur. Til að svo mætti verða, þurfti hver hönd að vinna, sem vettlingi gat valdið. Með framantalið í huga ákvað R. K. í., H. K. og bæjarstjórn Vestmannaeyja að reisa innflutt dagheimili og leikskóla fyrir gjafafé, sem borizt hafði vegna gossins. R. K. í. byggði 3ja deilda dagheimili (Rauða- gerði), sem getur með góðu móti tekið 50—60 börn, og H. K. byggði 2ja deilda leikskóla, sem getur vistað 40 börn samtímis. í báðum tilfellum kostaði bæjarsjóður og sá um jarðvinnu og sökkla. í fyrstu var reiknað með að nota gamla barna- heimilið (Sóli) sem skóladagheimili, en þörfin fyrir dagvistun barna reyndist svo mikil, að það var aftur tekið í notkun sem dagheimili fyrir 40-50 börn. Viðgerðir fasteigna Allar húseignir bæjarsjóðs urðu fyrir veruleg- um skemmdum, eins og flestar aðrar húseignir í bænum. Miklar skemmdir urðu einnig á gatna- og hol-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.