Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Qupperneq 24

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Qupperneq 24
Barnaheimili Vísindamaður og bæjarstjórinn þrautgóði, Þorbjörn Sigurgeirsson til vinstri og Magnús H. Magnússon, greinarhöfundur tii hægri. Hjól atvinnulífsins snúast á ný, loðnubræðsla í febrúar 1975,— en baksviðið er ólíkt því, sem áður var í Eyjum. Ungt fólk í sjálfboðavinnu við vikurhreinsun i Herjólfsdal. Sjá enn- fremur kápusíðu. Ljósmyndirnar með greinlnni tók Sigurgeir Jónas- 278 8on> Ijósmyndari f Vestmannaeyjum. Fyrst eftir að gosi lauk var ekki árennilegt að hefja rekstur í hinu gamla dagheimili bæjarins. Það var nálægt hraunkantinum. Mikill vikur var á svæðinu og víða hiti í jörðu. Hins vegar var meiri nauðsyn en nokkru sinni áður að halda uppi öflugri starfsemi barnaheim- ila, bæði dagheimila og leikskóla. Ástæðurnar voru m. a. þessar: 1. Slysahætta var víða til staðar, t. d. í hálf- hrundum húsum. 2. Margir bjuggu við erfið húsnæðisskilyrði, t. d. meðan á viðgerð húsa þeirra stóð. 3. Umhverfi flestra íbúðarhúsa var í fyrstu vægast sagt óvistlegt fyrir börn. 4. Ef uppbygging Eyjanna átti að takast fljótt og vel, var nauðsynlegt að koma útgerð og fiskiðnaði sem allra fyrst í sem öflugastan rekstur. Til að svo mætti verða, þurfti hver hönd að vinna, sem vettlingi gat valdið. Með framantalið í huga ákvað R. K. í., H. K. og bæjarstjórn Vestmannaeyja að reisa innflutt dagheimili og leikskóla fyrir gjafafé, sem borizt hafði vegna gossins. R. K. í. byggði 3ja deilda dagheimili (Rauða- gerði), sem getur með góðu móti tekið 50—60 börn, og H. K. byggði 2ja deilda leikskóla, sem getur vistað 40 börn samtímis. í báðum tilfellum kostaði bæjarsjóður og sá um jarðvinnu og sökkla. í fyrstu var reiknað með að nota gamla barna- heimilið (Sóli) sem skóladagheimili, en þörfin fyrir dagvistun barna reyndist svo mikil, að það var aftur tekið í notkun sem dagheimili fyrir 40—50 börn. Viðgerðir fasteigna Allar húseignir bæjarsjóðs urðu fyrir veruleg- um skemmdum, eins og flestar aðrar húseignir í bænum. Miklar skemmdir urðu einnig á gatna- og hol- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.