Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 26
Frá fundinum, talið frá vinstri: Indriði Þorláksson í menntamálaráðuneytinu; Árni Guð- mundsson, skólastjóri íþróttakennaraskóla íslands; Reynir Karlsson, æskulýðsfulltrúi ríkis- ins; Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins; Valdimar Örnólfsson, formaður íþrótta- nefndar ríkisins; Ingunn Ingólfsdóttir, ritari fundarins, Gunnar Sverrisson, ritari íþrótta- nefndar rikisins; Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi Reykjavikurborgar og Unnar Stefánsson. NORRÆN RÁÐSTEFNA UM GERÐ OG REKSTUR ÍÞRÓTTAMANNVIRKJA Dagana 17.-19. september sl. var haldin á Hótel Loftleiðum norræn ráðstefna um gerð og starf- rækslu íþróttamannvirkja. Var þetta sú níunda í röðinni sinnar teg- undar. Þeir, sem sækja slíkar ráð- stefnur, eru frá íþróttanefndum eða íþróttadeildum innan ráðu- neyta, íþrótta- og útivistardeildum sambanda sveitarstjórna og nefnd- um innan íþróttasambanda, sem annast leiðbeiningar urn gerð íþróttamannvirkja á Norðurlönd- um. Frá Danmörku komu 4, Finn- landi 1, Noregi 4 og Svíþjóð 4 þátttakendur. Af íslands hálfu sátu fundinn fulltrúar frá menntamálaráðu- 280 neytinu, íþróttanefnd ríkisins, SVEITARSTJÓRNARMÁL íþróttakennaraskóla íslands, ÍSÍ, Ungmennafélagi Islands, Sam- bandi íslenzkra sveitarfélaga og Iþróttaráði Reykjavíkur og Akur- eyrar. 4 il ráðstefnu þessarar bauð menntamálaráðuneytið, en undir- búning annaðist íþróttanefnd rík- isins og íþróttafulltrúi ríkisins. Menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, setti ráðstefnuna og fól Þorsteini Finarssyni að stjórna henni. Eftirfarandi erindi voru flutt á ráðstefnunni: Steján Kristjánsson, íþróttafull- trúi Reykjavíkur, talaði um íþrótta- mannvirki í Reykjavík, notkun þeirra og þróun íþróttamála borg- arinnar. Guðmundur Halldórsson, verk- fræðingur, um hitun og hreinsun sundlaugarvatns. Gunnar Björnsson, efnaverk- fræðingur, um notkun bróms til dauðhreinsunar sundlaugavatns. Torsten Wikenstál, verkfræðing- ur, frá Svíþjóð, gerði grein fyrir framförunt í notkun gerviefna á gólf íþróttahúsa og á brautir og velli íjiróttaleikvanga. Magnus Nilsen, forstöðumaður skrifstofu íþrótta- og æskulýðsmála í menntamálaráðuneyti Noregs, flutti erindi um niðurstöður, sem fengizt hafa í Noregi af rannsókn- um á stöðu íþrótta í norsku þjóð- félagi. Torsten Sundström, borgarstjóri í Stokkhólmi, hafði framsögu um tengsl Norðurlanda á sviði starf- rækslu og gerðar íþróttamann- virkja við alþjóðlegar stofnanir og áhrif sáttmála Evrópuráðsins um almannaíþróttir á slíkar fram- kvæmdir. Egil Andresen, verkfræðingur, frá Noregi, skýrði frá reynslu Norð- manna af að breiða plastábreiður yfir grasvelli án þess að grassvörð- ur njóti upphitunar frá hitaleiðsl- urn. Margar gagnkvæmar upplýsingar voru veittar um ýmsa þætti í gerð íþróttamannvirkja. Þá voru og rædd áhrif sáttmála Evrópuráðsins um almannaíþróttir á framkvæmd- ir Jjjóðanna að gerð IJjróttamann- virkja. Einnig afstöðu Norðurlanda til væntanlegrar íþróttamálanefnd- ar Evrópuráðsins og upplýsinga- stofnunar hennar í Briissel. Vegna lausnar á ýmsum fram- tíðarverkefnum Jjessa norræna samstarfs urn gerð og starfrækslu íþróttamannvirkja sanijiykkti ráð- stefnan eftirfarandi yfirlýsingu: „Ráðstefnan leggur áherzlu á gildi sáttmála Evrópu um almanna- íþróttir, sem ráðherrar aðildarþjóða Evrópuráðsins, sem annast íþrótta- mál, samjjykktu í marz 1975 í

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.