Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 27
sambandsins í Danmörku; Risto Löuska, arkitekt frá finnsku sveitarféiagasamböndunum; Magnus Nilsen, skrifstofustjóri í Æskulýös- og iþróttamálaskrlfstofu rikisins i Noregi; Bjarni Ingsöy, fulltrúi og Egil Andresen, verkfræöingur í sömu stofnun; Odd Arnsy, fulltrúl hjá sveitarfélagasambandi Noregs, og Thorsten Sundström, borgarstjóri í Stokkhólmi, fulltrúi sænska sveitarfélagasambandsins. lírussel. Nái sáttmáli þessi að verða samþykktur af viðkomandi stjórn- völdum Evrópuráðsins í framlialdi af samþykkt ráðlierrafundarins, hvetur hann aðildarrikin til þess að virða meginreglur sáttmálans að íþróttamálefnum og mun því hafa mikil áhrif á framgang íþrótta- mála aðildarríkjanna. Ennfremur lýsir ráðstefnan yfir því, hvað viðkemur hinni norrænu samvinnu, að liún verði að tengjast störfum Norðurlandaráðs, þannig að samvinna á sviði íþrótta verði eins eðlileg og önnur samvinna á sviði menningarmála eða annarra þátta samvinnunnar. Það er álit ráðstefnunnar, að innan hverrar þjóðar sé samvinnan í höndum nefnda, sem myndaðar eru af þeim opinberum aðilum, sem eiga og hafa ábyrgð á starf- rækslu íþróttamannvirkja og þeim aðilurn ríkisvaldsins, sem annast fjármálalegan stuðning við íþrótta- málefni og einnig annarra stjórn- valdslegra stofnana, sem við kemur framvindu þessara rnála. Ráðstefnan lætur í ljósi þá ósk, að mörkuð verði stefna að fastri samvinnu og hún lögð frant á næstu ráðstefnu 1976.“ í sambandi við ráðstefnuna voru farnar skoðunarferðir um Reykja- vík og nágrenni. Danir tóku að sér að annast næstu ráðstefnu. RITGERÐARSAMKEPPNI í SKÓLUM: SVEITARFÉLÖG Á ÍSLANDI - FRAMTIÐARHLUTVERK Sambandið átti 30 ára starfsaf- mæli hinn 11. júní sl. 1 tilefni af því samþykkti stjórnin á fundi þann dag að efna til verðlauna- samkeppni meðal nemenda á síð- asta vetri menntaskólastigsins um ritgerðarefnið: „Sveitarfélög á ís- landi — framtíðarhlutverk". Akveðið var að leita samstarfs við menntamálaráðuneytið og sam- starfsnefnd menntaskólastigsins um tilhögun samkeppninnar og skipun dómnefndar, og hafa báðir þessir aðilar tekið málaleitan sambands- ins um það efni hið bezta. Dómnefnd samkeppninnar liefu'r nú verið skipuð. í henni eiga sæti: Páll Líndal, formaður sambands- ins; Arni Gunnarsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, og Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, til- nefndur af samstarfsnefnd mennta- skólastigsins. Ritari dómnefndar og trúnaðarmaður þátttakenda verður Unnar Stefánsson, ritstjóri. Samkeppnin stendur yfir í febrú- ar- og marzmánuði, og er seinasti skiladagur úrlausna 31. marz. Rit- gerð á að vera 1500—2000 orð að lengd og talið æskilegt, að hún sé vélrituð. Ritgerð á að afhenda í skrifstofu hlutaðeigandi skóla, merkt dulnefni, en nafn höfundar á að fylgja í lokuðu umslagi við- heftu. Stjórn sambandsins hefur ákveð- ið að lieita þrennum verðlaunum fyrir beztu úrlausnir í ritgerðar- samkeppninni. 1. verðlaun eru 100 þús. krónur, 2. verðlaun 50 þús. krónur og 3. verðlaun 25 þús. krónur. Eftirtaldir ellefu skólar fullnægja þeim skiiyrðum, sem sett hafa verið um þátttöku í samkeppninni: Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Menntaskólinn við Tjörnina, Verzlunarskóli íslands, Kennaraháskóli íslands, Tækniskóli íslands, Menntaskólinn í Kópavogi, Flensborgarskóli í Hafnarfirði, Menntaskölinn á ísafirði, Menntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn að Laugarvatni. Markmið sarnkeppni þessarar er að sjálfsögðu að beina athygli þeirra unglinga, sem til greina koma um þátttöku, að hlutverki sveitarfélaganna í þjóðfélaginu í nú- tíð og framtíð. Stjórnin vonast eftir góðum árangri í samkeppn- inni og telur, að til þessa verk- efnis megi nokkru kosta. SVEITARSTJÓRNARMÁL 281

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.