Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 31
164 ÞATTTAKENDUR A FJÁRMÁLARÁÐSTEFNUNNI 1975 Fjármálaráðstefnan 1975 var haldin að Hótel Sögn í Reykjavík dagana 18. og 19. nóvember sl. Ráð- stefnuna sátu 164 þátttakendur, fulltrúar sveitarfélaga og fram- sögumenn, og var jöfnum höndum rætt um fjárhagslega stöðu sveitar- félaganna um þessar mundir og fjárhagsáætlun komandi árs. í setningarræðu sinni minntist formaður sambandsins, Páll Lín- dal, þess, að tveimur dögum síðar, hinn 20. nóvember, væru rétt 10 ár frá því að sambandið hélt fyrstu ráðstefnu sína um fjármál sveitar- félaga. Þá var slík ráðstefna ný- mæli og þótti takast vel. Nú eru fjármálaráðstefnur orðnar fastur þáttur í starfsemi sambandsins. Búskapur sveitarfélaganna Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, flutti í fundar- byrjun erindi um búskap sveitar- félaganna 1950-1975. Dreift hafði verið Handbók sveitarstjórna núm- er 13, þar sem greinargerðin er prentuð ásamt fjölmörgum töflum og línuritum til skýringar efninu. Staðgreiðslukerfið Að loknum hádegisverði í boði stjórnar sambandsins voru flutt tvö erindi um mál, sem nú eru í at- hugun hjá stjórnvöldum. Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkis- skattstjóri, gerði grein fyrir stað- greiðslukerfi skatta. Lýsti hann fyrirkomulagi staðgreiðslukerfis og hugsanlegum áhrifum þess á fjár- mál sveitarfélaga. Ríkisstjórnin hafði með bréfi 14. ágúst sent sambandinu til athugun- ar og umsagnar hugmyndir um staðgreiðslukerfi gjalda, og er þar tilkynnt, að á næstu mánuðum verði teknar ákvarðanir um það, hvort staðgreiðsla opinberra gjalda verði upp tekin. Hvatti Sigurbjörn sveitarstjórnir til þess að kanna þessar tillögur rækilega og láta í té athugasemdir við þær. Virðisaukaskattur Þá hafði fjármálaráðuneytið einnig sent sambandinu til kynn- ingar greinargerð um virðisauka- skatt. Er það niðurstaða þriggja manna nefndar, sem unnið hefur að því um skeið að kanna, með hvaða hætti óbeinni skattlagningu yrði bezt fyrir komið hér á landi. Könnunin hefur einkum beinzt að því, hvort rétt sé að taka upp virð- isaukaskatt í stað núgildandi sölu- skatts, yrði hann þá mikilvægasti tekjustofn ríkisins. Ólafur Nilsson, fv. forstöðumað- ur rannsóknardeildar ríkisskatt- stjóra, var formaður þessarar nefnd- ar. Gerði hann ráðstefnunni grein fyrir þeim mismuni, sem er á virðis- aukaskatti og núgildandi sölu- skatti. Skýrði hann einnig helztu kosti og galla virðisaukaskatts og helztu eiginleika hans. Ólafur ræddi aðspurður um eftir- lit með innheimtu annars vegar beinna og óbeinna skatta. Kom þá fram, að í ársbyrjun 1975 voru um 110 þús. einstaklingar og félðg á framteljendaskrá til tekju- og eign- arskatts, en 7.678 aðilar á fram- teljendaskrá söluskatts. Einnig kom fram, að 3.84% af fjölda söluskatts- skyldra fyrirtækja innheimta 53.8% af heildarfjárhæð söluskattsins ár- ið 1975 og 18.5 fyrirtækja inn- heimta 80% skattsins. Þeir, sem þátt tóku í umræðum um þetta mál, lögðu á það áherzlu, að hlutur Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga af óbeinni skattheimtu yrði ekki rýrður við þá skattkerfisbreyt- ingu að taka upp virðisaukaskatt í stað söluskatts. I bréfi, sem sambandinu hafði borizt um þetta efni frá fjármála- ráðuneytinu, er frá því skýrt, að ákvörðun um það, hvort virðis- aukaskattur verði tekinn upp hér á landi, muni verða tekin á næstu mánuðum. Nýtt form fjárhagsáætlunar og ársreikninga Helgi V. Jónsson, fv. borgarend- urskoðandi, Hrólfur Ásvaldsson, viðskiptafræðingur, og Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri, gerðu grein fyrir tillðgum sínum um nýtt form fjárhagsáætlunar og ársreikn- inga sveitarfélaga, en þeir skipuðu bókhaldsnefnd sambandsins, sem vann að samræmingu bókhaldsins. Dreifðu þeir á fundinum tillögu 285 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.