Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 37
AÆTLAÐAR BREYTINGAR A HELZTU TEKJUM OG GJOLDUM SVEITAR- FELAGA MILLI ÁRANNA 1975 OG 1976 Hér fer á eftír yfirlit það, sem Ólafur Davíðsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, flutti á ráðstefn- unni um fjármál sveitarfélaga 19. nóvember. Yfirlit þetta kallaði Ólafur lauslegar áætlanir um breyt- ingar á helztu tekjum og gjöldum sveitarsjóða milli 1975 og 1976. TEKJUR 1. Utsvör Nú er áætlað, að meðalbrúttó- tekjur einstaklinga til skatts hækki um nær 25% milli tekjuáranna 1974 og 1975, þ. e. milli skattár- anna 1975 og 1976. Álagningar- stofn útsvars, þ. e. brúttótekjur að frádregnum tekjum af eigin hús- næði, skyldusparnaði og nokkrum minni háttar liðum, mun þó senni- lega hækka aðeins meira eða um 25^—26%. Þessi áætlun er í aðal- atriðum byggð á mati á breytingum kauptaxta, tekna sjómanna og laus- legum hugmyndum um breytingar annarra skattskyldra tekna, auk þess sem stuðzt er við skýrslur Kjararannsóknarnefndar um laun og vinnutíma verkafólks og iðnað- armanna í Reykjavík og nágrenni á fyrra árshelmingi 1975. Tölur um almenna veltubreytingu skv. sölu- skattsframtölum styðja einnig þessa áætlun. Hafa ber jafnan í huga/að hér er um áætlað landsmeðaltal að ræða, og tekjubreytingar í einstök- um sveitarfélögum geta vikið nokk- uð frá þessu meðaltali, bæði til hækkunar og lækkunar. í lögum nr. 11/1975 er kveðið svo á, að persónuafsláttur frá út- svari skuli breytast með skattvísi- tölu. I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1976 er skattvísitala ákveðin 125 stig miðað við 1975 = 100, og hækkar hún því til jafns við tekjur. Sé gert ráð fyrir, að annar útsvars- afsláttur skv. 27. grein tekjustofna- laga hækki svipað og tekjur, felur framangreind áætlun í sér 26% hækkun útsvarsálagningar miðað við sama álagningarhlutfall 1976 og notað var í ár. Sem dæmi má nefna, að þótt ekki yrði veitt heimild til 11% álagningar, myndu álögð út- svör samt hækka um 12,5% á næsta ári. í báðum tilvikum er miðað við óbreytta meðferð skattafsláttar og barnabóta til greiðslu útsvars frá því sem er á árinu 1975. Við bætast síðan áhrif fjölgunar (eða fækkun- ar) gjaldenda, eins og hún er á hverjum stað. 2. Fasteignaskattur Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um álag á fasteigna- mat við álagningu fasteignaskatts — og annarra gjalda, sem reiknuð eru sem hlutfall af fasteignamati — árið 1976. Er þessi auglýsing í sam- ræmi við ákvæði til bráðabirgða í III. kafla laga nr. 11/1975 um ráð- stafanir í efnahagsmálum og fjár- málum o. fl. í þessu ákvæði segir, „að þar til nýtt fasteignamat hefur tekið gildi, er ráðherra heimilt að ákveða fyrir 15. nóv. ár hvert, að gjöld næsta árs, sem reiknuð eru sem hlutfall a£ fasteignamati, megi breytast í hlutfalli við þá breytingu byggingarvísitölu, sem orðið hefur frá 1. nóv. árið áður til 1. nóv. ákvörðunarársins." Vísitala bygg- ingarkostnaðar var 1455 stig 1. nóvember 1974, en hækkaði í 1986 stig 1. nóvember s. 1., og nemur hækkunin 36,5%. Samkvæmt þessu hækkar álag á gildandi fasteigna- mat við ákvörðun fasteignaskatts úr 100% árið 1975 í 173% árið 1976, þ. e. á árinu 1975 var gild- andi fasteignamat tvöfaldað við álagningu fasteignaskatts, en árið 1976 skal margfalda matið með 2,73. 3. Aðstöðugjald Við áætlanir um breytingar að- stöðugjaldsstofns hefur á undan- förnum árum einkum verið stuðzt við almennar veltubreytingar, eins og þær koma fram í álagningu sölu- skatts. Nú má búast við, að álagn- ingarstofn söluskatts hækki um 30% milli áranna 1974 og 1975, og gefur það væntanlega einhverja vísbendingu um hækkun aðstöðu- gjaldsstofns. Þetta má þó sennilega líta á sem lágmarkshækkun, og afar lausleg hugmynd um breytingar að- stöðugjaldsstofns í helztu atvinnu- greinum milli áranna 1974 og 1975 291 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.