Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1975, Blaðsíða 38
bendir til 35—40% hækkunar að meðaltali. Hækkunin verður sem fyrr misjöfn eftir atvinnusamsetn- ingu og afkomu einstakra fyrir- tækja á hverjum stað. GJÖLD 1. Laun 4. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Áætlun um innheimtan söluskatt og aðflutningsgjöld á árinu 1975 bendir til þess, að tekjur Jöfnunar- sjóðs af þessum stofnum verði nær l. 600 m. kr. í ár. Landsútsvör námu 374 m. kr. og aðrar tekjur gætu orðið um 30 m. kr., þannig að lieildartekjur Jöfnunarsjóðs má nú áætla um 2.000 m. kr. í ár. Þegar útgjöld sjóðsins (þ. m. t. beinn hluti sveitarfélaga af lands- útsvörum, framlög til Innheimtu- stofnunar og Lánasjóðs sveitarfé- laga) hafa verið dregin frá, má lauslega áætla, að um 1.460 m. kr. verði til skipta milli sveitarfélaga i ár eða um 6.700 krónur á íbúa. Greitt framlag sjóðsins á árinu gæti hins vegar orðið eitthvað minna eða e. t. v. um 6.500 krónur, þar sem desember-innheimta flyzt yfir á næsta ár. Miðað við áætlun fjárlaga fyrir 1976 um tekjur Jöfnunarsjóðs af söluskatti og aðflutningsgjöldum og lauslega áætlun um landsútsvör árið 1976, má búast við unt 3.000 m. kr. tekjum sjóðsins á næsta ári. Sérstök útgjöld og aukaframlög, þ. m. t. 25% óskiptur hluti af landsútsvari, framlag til Innheimtu- stofnunar og 5% framlag til Lána- sjóðs sveitarfélaga, gætu að við- bættum tekjuafgangi numið nær 800 m. kr. þannig, að rúmlega 2.200 m. kr. yrðu til skipta, eða 10.000 krónur á hvern íbúa. Hér er um lauslega áætlun að ræða, sem m. a. er reist á forsendum fjárlaga um kauplag og verðlag í árslok 1975. í áætluninni er miðað við þá lilut- deild sveitarfélaga í söluskatti, sem ákveðin var við endanlega af- 292 greiðslu fjárlaga. SVEITARSTJÓRNARMÁL Á árinu 1975 munu kauptaxtar launþega sennilegast liækka um 27% að meðaltali frá árinu áður, en liækkunin er nokkuð misjöfn eftir starfsstéttum. Þannig munu kauptaxtar verkafólks liækka um 33—35%, kauptaxtar iðnaðarmanna um 28%, en kauptaxtar opinberra starfsmanna aðeins um 17—18%. í þessu mati á kauptaxtabreytingum opinberra starfsmanna er ekki reiknað með áhrifum aldurshækk- ana eða flokkatilfærslna — launa- skriði — sem gætu verið einhver á árinu. Hinn 1. nóvember s. 1. höfðu kauptaxtar hækkað um 25—26% að meðaltali frá desember 1974 og voru jafnframt 9% hærri en þeir verða að meðallali á árinu 1975. Á þessu tímabili hafa kauptaxtar verkafólks liækkað um nær 30%, kauptaxtar iðnaðarmanna urn 26% og kauptaxtar opinberra starfs- manna um 21—22%. Vísitala fram- færslukostnaðar 1. nóvember s. 1. var 491 stig, en að frádregnum áhrifum hækkunar áfengis- og tóbaksverðs i júní s. 1. og hækkun- ar launaliðar i verðlagsgrundvelli búvöru í september er vísitalan 479,88 stig. Santkvæmt kjarasamn- ingunum í júní s. 1. skyldu laun hækka 1. desember 1975, ef vísitala framfærslukostnaðar — án áhrifa ofangreindra hækkana — færi yfir 477 stig á samningstímanum, og reyndist vísitalan 1. nóvember því 0,6% liærri en umsamið mark. 2. Önnur útgjöld Nú er áætlað, að verðlag á vör- um og þjónustu verði að meðal- tali nær 50% liærra á árinu 1975 en árið 1974, og frá 1. nóvember 1974 til 1. nóvember 1975 hefur vísitala vöru og þjónustu (A-liður framfærsluvísitölu) hækkað um 46%. Er vísitalan nú um 11% ltærri en hún verður að meðaltali á árinu 1975. Á næstu mánuðum eru þegar fyrirsjáanlegar ýmsar hækkanir á verðlagi, m. a. búvöru- verðsbækkun og áhrif olíuverðs- hækkunar á heimsmarkaði auk þess sem ýmsir liðir í vísitölu eru aðeins reiknaðir út einu sinni á ári og hækkanir á þessum liðum liafa því enn ekki komið fram í vísitöl- unni. Á sex mánaða tímabilinu 1. maí til 1. nóvember hækkaði vísitala vöru og þjónustu um 18%, sem svarar til 39% hækkunar á lieilu ári. Þetta er talsvert minni hækkun en varð á árinu 1974 og framan af ári 1975, er vísitalan hækkaði um meira en 50% miðað við lieilt ár. Á síðari lielmingi þessa árs hefur Jrví vendega dregið úr verðbólgu frá þvl, sem verið hefur að undan- förnu. Afar lausleg hugmynd um verðlagsþróunina fram til febrúar n. k. bendir til þess, að enn gæti hægt á verðhækkunum á fyrstu mánuðum næsta árs, ef ekki koma ný tilefni verulegra verðliækkana. Um verðlagsþróun á næsta ári verð- ur hins vegar engu frekar spáð hér. Af einstökum útgjaldaliðum má nefna, að rafmagn hefur hækkað um nálægt 45% frá desember i fyrra. Verð á olíu til húsakynding- ar er nú krónur 24.20 hver líter, en var krónur 14.30 i desember í fyrra, en hækkun olíuverðs á lieims- ntarkaði í október liefur enn ekki komið fram í útsöluverði liér á landi. Gjaldskrá pósts og síma hef- ur hækkað að meðaltali um 56% á árinu, akstur um 25%, og ýmis annar rekstrarkostnaður er talinn liafa hækkað um 40—45%. Vísitala byggingarkostnaðar verður sennilega 42% bærri að meðaltali í ár en í fyrra, og frá nóvember 1974 hefur vísitalan liækkað um 36,5% og er nú 9—10% hærri en hún verður að meðaltali á þessu ári. Viðhaldskostnaður hefur sennilega liækkað svipað og vísitala byggingarkostnaðar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.