Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 11
einstakt í sinni röð: Á íslandi er ennþá — eins og Stefán Jónsson, fréttamaður, orðaði það svo snilldarlega fyrir nokkrum árurn — „tæknivætt veiðimannaþjóðfélag". Þetta þýðir, að enn er hér þjóðfélag, sem er á veigamikinn hátt ólíkt iðnaðarþjóðfélagi tuttugustu aldar. Og við skul- um þakka hamingjunni fyrir, meðan svo verður. Þetta jjjóðíélag er nefnilega miklu frjálsara. Það er vegna þess, að íslendingar lifa enn í veiðimannajjjóðfélagi — þótt tæknivætt sé —, að jreir ekki einungis sætta sig við, heldur vilja vinna i skorpum, og jjá allt eins, meðan jjeir geta stað- ið á fótunum og lialdið augunum opnum. Og slappa svo rækilega af á rnilli. Sama tilhneiging birtist í jjví, sem einn kunn- ingi minn sagði eitt sinn við mig — maður af erlendu bergi brotinn, sem nú er orðinn íslenzk- ur ríkisborgari: „íslendingar vilja ekki skipu- leggja, en þeir eru afskaplega góðir að impróvi- sera.“ Þjóð — eða hluti hennar —, sem hefir þennan lífsgang, — hugsar öðruvísi og leikur sér öðru- vísi en sú, sem gengur reglubundið að skrifborði sínu eða færibandi frá kl. 8—5 allt lífið frá æsku til elli. Þarna liggur kannski ekki svo lítill fiskur und- ir steini! 3.3 Strjálbýlinu, sveitum og litlum þorpum, er á ýmsan hátt mikill vandi á höndum á þessum tímum. í ýmsum ytri lífsvenjum jjrengir borgarmenn- ingin sér inn á það. Hin forna félagsgerð ís- lenzkrar sveitar, — stóru heimilin, er horfin, en eftir situr ein fjölskylda — og hún oftast lítil. Viðnám gegn aðkomandi áhrifum er Jjví lítið. Fjarskipti hvers kyns og fjölmiðlar liafa — Jjótt undarlegt megi virðast — einangrað þessa litlu fjölskyldu, sem býr kannski rnarga kílómetra frá hinni næstu. ,Af því, sem var, stendur einkum hið nána samband við náttúruna eftir. Og enn- jjá glímir þessi fjölskylda við náttúruöfl, sem móta gildismat hennar á annan hátt en verður hjá borgarbúanum, sem mestan part dvelst inni í hlýju húsi við vinnu sína. Loks eru ólíkar forsendur menningar fólgnar i því, hvort menn vinna við frumframleiðslu, úrvinnslu eða jjjónustustörf. Lífsviðhorf bónda og sjómanns verða á margan hátt ólík viðhorfum skrifstofumanns, hvort sem hann er forstjóri eða bókari. Eins og ég sagði áðan, framkallar bara vinnu- dagurinn og vinnugangurinn ólíkar forsendur. Þetta tvennt orkar á skilyrði til tómstundaiðk- ana og gildismatið. Þar með verða t. d. ákaflega ólík skilyrði til ástundunar lista, hvort sem um er að ræða sköpun, túlkun eða nautn jjeirra. Menningarlegt vandamál hinnar geysistrjálu byggðar á íslandi er auðvitað margþætt, en víkja rná að tveimur atriðum, sem liggja mjög I augurn uppi: Þátttakendur á ráðstefnunni skoða sig um að tjaldabaki í Þjó5- leikhúsinu eftir setningarathöfnina 6. apríl. 3.3.1 Félagsformið, sem ríkir í sveitum á íslandi: fjölskyldubúið án vinnuhjúa og húsmanna, er nýtt. Það hafa vart nema tvær, í hæsta lagi þrjár kynslóðir lifað það. Þetta félagsform hefir í íæstu getað fætt af sér sjálfstæða menningu. Til Jjcss hefir hvorki verið tími né ráðrúm. Þessi eina fjölskylda — oft hin sígilda fimm manna — verður að leysa af liendi mörg sömu verkefni og sveitabúið á íslandi gerði áður. Hún gerir það reyndar með hjálp og tækni og á kostn- að líðandi tíma. Munurinn fyrr og nú felst einkum í Jjví, að fyrr var lítill eða nær enginn innflutningur á bú- ið af orku og framleiðslutækjum, og útflutningur SVEITARSTJORNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.