Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 26
umgjörð og beina byggðaaðgerðum þannig í öruggan farveg. Fram til þessa hefur stefnan, sem áætlana- gerðin grundvallast á, annað hvort legið í lausu lofti eða hún hefur verið mörkuð um leið og áætlanir eru samdar. Hvorugt er gott. Aðgerðir til áhrifa á byggðaþróun, sem lreitt hefur verið af hálfu stjórnvalda, er fyrst og fremst það, sem stundum er kallað fyrirgreiðslupólitík. Fyrirgreiðslan er nær undantekningarlaust í formi fjárveitinga eða lánsútvegnnar. Fjölmargt hefur vel verið gert og margt áunnizt fyrir landsbyggð- ina með þessum aðgerðum. Skal það á engan hátt lastað. Hins vegar tel ég, að byggðastefna, sem einungis felur í sér fjármagnsaðgerðir, sé ófullnægjandi og óviðunandi sem tilraun til lausnar eða áhrifa á byggðaþróunina. Því eru tak- mörk sett, hversu miklum fjármunum ríkið geti varið til byggðamála og til jöfnunar aðstöðumun- ar byggða. Ennfremur skal það haft f huga, að stórfelldar efnahagsaðgerðir í byggðamálum geta hæglega leitt til minni hagvaxtar og efnahags- legra framfara þjóðarinnar í heild en kynni að hafa orðið án slíkra aðgerða. Því tel ég, að meira þurfi að koma til en einungis fjármagnsaðgerðir, ef marka á árang- ursríka stefnu í byggðamálum. Raunltæf byggða- stefna þarf að fela í sér kerfisbreytingu á skipu- lagsuppbyggingu sveitarfélaga. Að öðrum kosti verður byggðastefnan í framkvæmd mjög kostn- aðarsöm fyrir þjóðina og það, sem verra er, ber ekki tilsettan árangur. Hér á eftir verður einungis bent á eitt mark- mið raunhæfrar byggðastefnu, en það er endur- skoðun á skipulagsuppbyggingu sveitarfélaga. Áður en ég ræði þetta frekar, er ætlunin að bregða sér út fyrir landsteinana. Byggðastefna Norðmanna Við íslendingar höfum jafnan sótt okkur nokk- urn fróðleik til frænda vorra á Norðurlöndum. Ekki er fráleitt að gera svo í byggðamálum einn- ig. Ég vil, að það komi skýrt fram, að hvers kon- ar eftiröpun eftir Svíum og Norðmönnum er á engan hátt æskileg. Hins vegar verður að segjast, að báðir þessir aðilar hafa mikla reynslu í byggða- málum, og reynslu ber að virða engu síður en fræðimennsku. Byggðamál Svía og Norðmanna eru valin til at- hugunar og urnræðu fyrst og fremst vegna þess, að vandamál íslands í byggðamálum svipar einna helzt til vandamála þessara tveggja Norðurlanda. Fólksflótti er úr dreifbýli til þéttbýlis, hlutfalls- leg fækkun mannafla starfandi í framleiðslu- greinum, samgönguerfiðleikar, sem rekja má að nokkru til landfræðilegra aðstæðna, ófull- kornin einka- og opinber þjónusta við dreifbýli, svo að nokkrar samlíkingar sén gerðar. Byggðastefna Norðmanna á sér alllangan að- draganda. Kveikja almennrar byggðastefnu Nor- egs er talin vera Norður-Noregsáætlunin frá 1952. Markmið Norðmanna í byggðamálum hafa af eðlilegum ástæðum tekið breytingum í tímans rás. Stefnubreyting fylgir oft og einatt í kjölfar nýrra valdhafa, breyttra aðstæðna og aukinnar þekkingar. Ég tel, að hinar raunverulegu aðgerðir Norð- manna í byggðamálum einkennist af eftirfar- andi þremur þáttum: 1. Skipulagsbundin búsetuuppbygging. Lögð er áherzla á mikilvægi skipulagsuppbyggingar sveitarfélaga, fylkja og annarra framkvæmda- og stjórnunareininga. Lögð er áherzla á sam- runa og samvinnu þéttbýlis og nærliggjandi dreifbýlis. Talið er, að þetta tvennt eigi eðli- lega að þróast sem ein heild. Einnig hef- ur verið lögð áherzla á byggðakjarnaeflingu, þótt um það mál séu uppi háværar deilur. Búsetu- og þjónustukjarnar hafa þrátt fyrir allt verið valdir út frá stærðar-, þjónustu- og hagkvæmnisforsendu. 2. Opinber afskipti af atvinnulífi og atvinnu- uppbyggingu þeirra svæða, þar sem atvinnu- leysi er eða fyrirsjáanlegir erfiðleikar verða. Bæði er gripið til grundvallarbreytinga á at- vinnulífi viðkomandi svæðis, t.d. frá frum- framleiðslu til iðnaðar og þjónustu, eða eldri rótgrónar atvinnugreinar eru efldar. Það SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.