Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 35
FJORÐUNGSÞING VESTFIRÐINGA 1975 haldið að Klúku í Bjarnarfirði 13.—14. september. Fjórðungsþing Vestfirðinga, hið 2I. í röðinni, var haldið að Klúku í Bjarnarfirði, dagana f3. og i4. september s.l. Þingið sátu 33 fulltrúar frá 23 af 32 sveitarfélög- um á Vestfjörðum, Gunnar Thor oddsen, félagsmálaráðherra, Matt- hías Bjarnason, ráðherra og flest- ir aiþingismenn kjördæmisins, tveir starfsmenn Framkvæmda- stofnunar ríkisins, einn sýslumað- ur, bæjarstjóri og einn sveitar- stjóri, en þessir embættismenn eiga setu á þinginu samkvæmt lög- um sambandsins, þótt ekki séu þeir kjörnir fulltrúar. Olafur Þórðarson, oddviti Suð- ureyrarhrepps, formaður sam- bandsins, setti þingið og flutti skýrslu um starfsemi þess. Einnig gerði Jóhann T. Bjarnason, fram- kvæmdastjóri sambandsins, grein fyrir helztu störfum frá seinasta f jórðungsþingi. Karl E. Loftsson, oddviti Hólma- víkurhrepps, var kjörinn forseti Jtingsins og Magnús Gunnlaugs- son, oddviti Hrófbergshrepps, til vara. Ritarar þingsins voru Þórir H. Einarsson, oddviti Kaldrana- neshrepps, og Guðjón Jónsson, oddviti Kirkjubólshrepps. Karli Kristjánssyni, starfsmanni sam- bandsins, var falið að hreinrita fundargerð síðar eftir segulbands- upptöku. Ávörp og kveðjur Þórir Haukur Einarsson, odd- viti Kaldrananeshrepps, bauð fjórðungsþingið velkomið til starfa í iireppnum. Einnig lýsti hann hreppnum, atvinnulífi og sögu. Heimir fngimarsson, formaður Fjórðungssambands Norðlendinga, flutti fundinum kveðjur samtaka sinna. Jóhannes Árnason, sýslu- maður á Patreksfirði, flutti og ávarp, svo og Matthías Bjarnason, ráðherra, og aðrir þingmenn Vest- fjarðakjördæmis. Kveðjur og árn- aðaróskir bárust frá Sambandi is- lenzkra sveitarfélaga og frá fram- kvæmdastj. Framkvæmdastofnun- ar ríkisins, sem ekki höfðu tök á að þiggja boð um að sitja fund- inn. Skipan orkumála á Vestfjörðum Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, flutti á fundinum fram- söguerindi um skipan orkumála á Vestfjörðum í náinni framtíð. Gerði hann grein fyrir þeim kost- um, sem völ væri á varðandi orku- öflun. Kvað liann unnið að könn- un þeirra. Nf iklar umræður urðu um orku- málin á fundinum. Byggðaþróun og Vestfjarðaáætlun Sigfús Jónsson, starfsmaður Framkvæmdastofnunar ríkisins, flutti á fundinum erindi um byggðaþróun á Vestfjörðum og Vestfjarðaáætlun. Sagði hann frá því starfi, sem unnið væri í Fram- kvæmdastofnuninni að byggða- málum í landshlutanum, sagði frá skiptingu Vestfjarða í áætfunar- svæði og lielzta vanda, sem við væri að etja í áætlanagerð um svæðið. Miklar umræður urðu um þenn- an dagskrárlið á þinginu. Afgreiðsla mála Á þinginu störfuðu Jtrjár nefnd- ir auk kjörbréfanefndar. Það voru fjórðungsmálanefnd, allsherjar- nefnd og fjárhagsnefnd. Störfuðu [)ær að morgni síðari fundardags- ins, en sameiginlegir Jringfundir hófust á ný kl. 13.30. Hér fara á eftir ályktanir þings- ins: Heilbrigðismál Fyrst voru teknar til umræðu tillögur að ályktunum lrá fjórð- ungsmálanefnd. Framsögumaður nefndarinnar var Guðmundur B. Jónsson, bæjarfulltrúi í Bolungar- vík: Eftirfarandi tillaga um heil- brigðismál var samjrykkt: Fjórðungsþing Vestfirðinga 1975 þakkar heilbrigðisráðherra og Jringmönnum kjördæmisins fyrir þá áfanga, sem nú ertt að nást í uppbyggingu heilbrigðismála á Vestfjörðum, Jrar sem framkvæmd- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.