Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 39
AUÐKÚLUHREPPUR VIÐ ARNARFJÖRÐ Heimsókn í fæSingarsveit Jóns Sigurðssonar og m. a. rætt við Guðmund Ragnarsson, oddvita á Hrafnabjörgum, sem nýlega hefur komizt í vegasamband við aðra hreppsbúa. Arnarfjörður Óvíða gefur að líta tignarlegra útsýni en það, sem við blasir af Dynjandiheiði fyrir botni Arnarfjarðar. Á vinstri hönd sér til Suðurfjarða nær og til Ketildala fjær og á hægri hönd sér út norðurströnd Arnarfjarðar, og er þar Auðkúlu- hreppur. Hið næsta sér niður í Geirþjófsfjörð og yfir í Dufansdal í Fossfirði í Suðurfjarða- lireppi. Þar sem við stöndum, eru í senn hreppa- og sýslumörk. Barðastrandarsýsla er að baki, en við tekur Vestur-ísafjarðarsýsla og Auðkúlu- hreppur, syðsti hreppur sýslunnar. Af Dynjandiheiði er komið niður í Dynjandi- vog. Þar á vinstri hönd Fjallfoss í Dynjandiá. Handan Meðalness er komið að Mjólkárvirkjun við bæinn Borg í samnefndum firði. Nokkru ut- ar með firðinum er Hrafnseyri, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Hér eru vegamót. Ut með norðurströnd Arn- arfjarðar er ekið frarn hjá Auðkúlu, sem hrepp- urinn er kenndur við, út Bauluhúsaskriður, að Álftamýri og Stapadal, en lengra verður ekki komizt á ökutæki. Hin leiðin liggur upp Hrafns- eyrardal, yfir Hrafnseyrarheiði, og er þá kontið til Dýrafjarðar. Þar er Þingeyri undir Sandafelli. Oddviti kemst í fyrsta skipti í akvegasamband Hjá Guðmundi Ingvarssyni og Ólöfu konu hans á símstöðinni á Þingeyfi bar á fjörur okk- ar engan annan en oddvita Auðkúluhrepps, Guð- niund Ragnarsson á Hrafnabjörgum. Til skamms tírna varð ekki komizt öðru vísi en fótgangandi á fund oddvitans, eftir torsóttri leið í fjöru eða bröttu bergi eða yfir illfæra lieiði. Samgöngur voru nær því allar sjóleiðina á litlum báturn. „Sumarið 1974 fékk hugdjarfur maður, Elías Kjaran Friðfinnsson að nafni, þá liugmynd að fara með litla jarðýtu eftir örmjórri gönguslóð utan í Hrafnholum milli Keldudals og Svalvoga. Þarna er snarbratt berg beint í sjó fram, en með jarðýtublaðinu tókst honum að rispa í bergið nógu breiða rák fyrir jeppabíl. Verstu höftin þurfti þó að sprengja brott. Leiðin milli Sval- voga og Hrafnabjarga er svo urn 10 km löng, og er vegurinn nú sæmilega jeppafær alla leið.“ „Ekki var þetta nú fyrir örlæti fjárveitinga- valdsins eða forsjá Vegagerðar ríkisins", segir Guðmundur Ragnarsson, oddviti Auðkúluhrepps. 33 SVEITAItSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.