Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 44
við presta sína langt fram eftir öldum. Prestar á Hrafnseyri þjónuðu Mosdælingum og voru skyldir að hlýða kalli, þegar kveikt var bál á svokölluðu Reykholti, en það sást vel frá Hrafns- eyri. Sagt var, að Mosdælir hefðu oft kallað á presta sína í ófæru veðri, og hafi tveir þeirra fari/t á leið sinni á þeirra fund. Hafi þá raun- verulegum tilgangi kallsins verið náð. Kunnáttusveit Arnarfjörður er talinn vera annar þeirra tveggja byggðarlaga á landinu, sem mest galdra- orð fór af. Þekktustu galdramenn í Arnarfirði á fyrri hluta 19. aklar voru bræðurnir Magnús Ólafsson á Bauluhúsum og Jóhannes Ólafsson á Kirkjubóli í Mosdal. En þeir sendu sendla sína — drauga og loftanda — vítt um byggðir Vest- fjarða til þess að sækja eilífðarverur og flytja heim til sín, og komu þeir þeim síðar fyrir. Til eru margar sögur um ])að stímabrak, sem sendlarnir úr Arnarfirði ollu í þessum ferðum. Þekktastur sendlanna mun draugurinn Tobías eða Tobbi. Jóhannes var það rammur galdra- maður, að honum nægði að biðja fyrir kveðju til afturgangna, og létti þá af öllum reimleik- um. Þó urðu þeir bræður að hætta við að korna fyrir afturgöngunni Gunnhildi, sem er mesti merkisdraugur á Vestfjörðum og varð 120 ára. En Gunnhildur var að sögn þeirra orðin að loft- anda og var ekki kyrr í gröf sinni að Hrauni í Kekludal nema milli pistils og guðspjalls á hvíta- sunnudag. Sagt er, að Jóhannes hafi grafið galdraskræð- ur sínar í hóli einum í Mosdal og sendlarnir hafi fylgt með. Þar mun mikill fróðleikur fólg- inn þeim áhugamönnum, sem þangað vilja leggja leið sína. Þessi forna kunnátta mun nú að mestu úr sögunni, en ekki kvað oddviti örgrannt um, að ýmsir líti sig hornauga, sem heyra, að hann sé frá Lokinhömrum við Arnarfjörð. „En svo mikið er víst, að enga galdra ástundar núverandi oddviti. Lífsbaráttan agaði börnin sín, og naumast munu gömlu mennirnir liafa verið einhamir í viðureign sinni við óblíð nátt- úruöfl, vestfirzkan veðraham og hrikalega nátt- úru. Vera má, að slíkar aðstæður hafi ýtt undir galdratrú þessa og víst er, að jafnan hefur verið töggur í Arnfirðingum." Atvinnusaga byggðarlagsins er líka að ýmsu leyti sérstæð. Hvalveiðar Hvalveiðar hafa verið stundaðar úr Arnarfirði frá fornu fari og fram undir seinustu aldamót, er Norðmenn hófu hvalveiðar hér við land. Nafnkunnir hvalveiðimenn voru á bæjunum hér á norðurströnd Arnarfjarðar, svo sem Einar Bjarnason á Tjaldanesi, Ásgeir Jónsson á Álfta- mýri, Bjarni Símonarson og Mattlu'as Ásgeirsson á Bauluhúsum, sem járnaði þrjá síðustu hvalina, sem bændur við Arnarfjörð veiddu, hinn síðasta þeirra liaustið 1894. Hvalirnir voru skutlaðir með handskutli af litlum bátum á 12—15 faðma færi, og oft liðu síðan 2i/í>—3 sólarhringar, unz hvalurinn dó og hafði þá dregið bátinn jafnvel mörgum sinnum yfir þveran fjörðinn. Jöfnuður samkvæmt Jónsbók Hvalurinn var róinn upp, þar sem góð fjara var og aðdýpi og helzt lækur eða á. Allir verk- færir hreppsbúar komu lil hvalskurðarins, og var hvalskrokknum deilt niður á livert nef í hreppnum. Áður var þó skotmannshluturinn tekinn af óskiptu. Hann var hnefaalin á þrjá vegu út frá blástursholunni og allt inn í bein, jafnstórt stykki út frá gotunni, og loks sporðs- blaðkan. Undirræðarar fengu aukalega 100 pund af spiki, og var það kallaður gjafabiti. Það var mikil björg í bú, þegar hlaðnir bátar komu á hvern bæ hreppsins eftir hvalskurð. Ásgeir Jóns- son á Álftamýri fékk á land í Auðkúluhreppi samtals 32 hvali og auk þess fjóra við ísafjarðar- djúp, sem hann hafði skutlað í Arnarfirði. Úr þeim hvölum fékkst skotmannshluturinn sam- kvæmt ákvæðum Jónsbókarlaga. Hvalabúskapur Gísli Ásgeirsson frá Álftamýri hefur sagt frá hvalabúskap þeirra Arnfirðinga á öldinni sem SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.