Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 46
skutlari og tveir undirræðarar. Það var mikil íþrótt að verða góður selaskutlari, en þeir, sent lengst náðu, gátu skutlað sel á 20 faðnia færi. Meðan mest var selveiðin, gátu þeir aflahæstu fengið allt að 100 ráseli á bát yfir selatímann, sem stóð frá því á jólaföstu fram á miðgóu eða jafnvel lengur. Það krafðist langvinnrar æfingar á landi, að verða góður selaskutlari, en Arnfirð- ingar urðu margir hverjir listamenn í þeirri íþrótt. Meðalselur gaf af sér 120 pund af spiki. Það var brætt og lýsið selt kaupmönnum, og voru stórir pottar notaðir til bræðslu á selspiki. Tóku þeir frá fimm og upp í tíu tunnur. Um 1875 hættu selavöður að korna inn á Arn- arfjörð. Bæði var, að Norðmenn stunduðu þá selaveiðar í stórum stíl úti við ísinn, byssur voru komnar 1 stað skutla og selanætur inni á fjörð- unr kunna einnig að hafa fælt selinn frá. Forustumenn í útgerð og fiskverkun Arnfirðingar urðu fyrstir íslendinga til að veiða smokkfisk á færi. Var það á sanra degi í ágústmánuði 1874, að þrír nrenn drógu smokk- fisk á öngla, senr þeir höfðu fengið hjá frönsk- unr fiskimönnunr. Lagtækir menn tóku síðan að smíða sér smokköngla, sem reyndust vel. Komu margir formenn norðan úr ísafjarðardjúpi og víðar að til að kynna sér veiðiaðferð þessa, og átti smokkfiskur senr beita eftir að bæta afla- brögð til muna. Einnig höfðu Arnfirðingar forgöngu unr smíði kúfiskplóga. Kristján Oddsson í Lokinhömrum mun fyrstur manna hafa plægt á floti árið 1897. Tóku það margir upp eftir lronum. Útvegsbændur í Amarfirði verkuðu aflann á heimilunum og seldu saltfiskinn kaupnrönnum á Bíldudal. Snemma komst það orð á, að salt- fiskurinn á Bíldudal bæri af öðrum að gæðum, og var hann seldur hærra verði. Náðist þessi ár- angur með vandaðri verkunaraðferð. Tryggvi Gunnarsson fékk síðan mentr úr Arnarfirði og Dýrafirði til þess að kenna þessa aðferð við salt- fiskverkun á Norðurlandi og á Austfjörðum, og þarf ekki að lýsa henni nú. SVEITARSTJÓRNARMÁL Gamla skólahúsið Þegar ekið er frá Llrafnseyri út nreð Arnar- firði, er Auðkúla á hægri hönd. Hér bjó Þórður Njálsson, hreppstjóri og hreppsnefndarnraður og sýslunefndarnraður í Auðkúluhreppi um langt árabil. Hér blasir við okkur hrörlegt þing- lrús og skólahús hreppsins. „Húsið nrun lrafa verið reist senr þinghús og skólalrús sveitarinnar um aldamótin," sagði Þórður Njálsson, „hér sótti ég nrinn barnaskóla, og er fæddur árið 1902, og lrér mun hafa verið kennt franr undir nriðja öld- ina eða þangað til kennsla lagðist af vegna barna- fæðar í hreppnum.“ Landnámsjörðin Tjaldanes Skanrnrt frá Auðkúlu er landnánrsjörðin Tjaldanes. Þar unr segir Landnáma: „Örn hét maður nokkur. Hann var frœndi Geirmundar heljarskinns. Hann fór af lloga- landi fyrir ofríki Harahls konungs, hann nam land i Arnarfirði, svo vitt sem hann vildi, hann sat um veturinn i Tjahlanesi, þvi að þar gelik eigi sól af um skammdegi.“ Þetta mun mega til sanns vegar færa, og Tjaldanes sé eini staðurinn við Arnarfjörð, þar senr sól sést allt árið. í Tjaldanesbótinni var löggilt lröfn og verzlunarlóð í landi, en nú er hér allt mannlaust og jörðin í eyði. Við höldunr áfranr leið okkar, þar sem betur sér út nreð firð- inunr. í Bauluhúsaskriðum Þú situr í Bauluhúsaskriðunr. Sólskin endur- speglast af dökkbláunr Arnarfirðinum. Hann er rennisléttur, en léttar, Ijósar gárur við snarbratta ströndina nrinna þó á margan háskann, senr mannlífinu lrefur verið búinn hér unr slóðir. Beint í suður, handan fjarðarins, sér á Bíldudal, og Selárdalur er beint í vestur. Hið næsta okkur er eyðibýlið Baululrús. Þaðan var Markús Bjarna- son, fyrsti skólastjóri Stýrinrannaskólans í Reykja- vík. Nokkru utar með firðinum er eyðibýlið Álftamýri, áður kirkjustaður og prestsetur. Við fætur okkar er nú Hlaðsbót í Álftamýrarlandi, jrar senr hinir frægu lrvalveiðimenn reru lrvölunr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.