Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 47
Gönguspil til vinstri og bátakosturinn til hægri. Nú er aðeins einn bátur meo utanborðsmótor gangfær á Hrafnabjörgum. Á honum or farið í kaupstað, aðallega til Þingeyrar. sínum á land. Enn utar er Stapadalur, en ekki þykir ráðlegt að reyna að komast lengra á fólks- bíl. Lokinhamradalur Leiðin út í Lokinhamradal þykir lieldur ekki árennileg, frekar en leiðin að norðanverðu, ekki einu sinni fótgangandi mönnum, um forvaða er að fara og sæta verður sjávarföílum. í dalnum eru nú tvö býli, Lokinhamrar og Hrafnabjörg, þar sem Guðmundur Ragnarsson oddviti býr. í dalnum eru þó taldir vera þrír bændur. Á Hrafnabjörgum býr Guðmundur ásamt móður sinni, en Ragnai' Guðmundsson, faðir Guðmund- ar, var oddviti á undan honum í 25 ár. Á gömlu Lokinhamrajörðinni býr Sigríður, systir Guð- mundar með dóttur sinni, en heimilishald er þó sameiginlegt að Hrafnabjörgum. Á hinum helm- ingi Lokinhamra býr Sigurjón Jónasson með móður sinni. Þar hét áður Aðalból. Beggja megin Lokinhamradals enda fjöllin í háum hengiflugum, og upp af þeim rísa sérkenni- legir tindar. Sá ytri heitir Skjöldur, en sá innri Skeggi. Vestur úr ókleifu hengiflugi hans geng- ur fjallsöxl, og undir henni stendur bærinn Hrafnabjörg. Kápumynd þessa tölublaðs sýnir bæinn og fjallið Skeggja og fjallsöxlina. Lokin- hamraheiði gengur upp úr Lokinhamradal, og er þaðan unnt að fara yfir í Lambadal og Hauka- dal í Dýrafirði. Þetta þykir þó hin mesta trölla- leið, bæði há og brött og illfær, bæði fótgang- andi og ríðandi, þótt heimamenn fari þessa leið. Guðmundur G. Hagalín rithöfundur I Lokinhamradal voru í eina tíð yfir tuttugu býli, ef þurrabúðir eru með taldar og blómlegt mannlíf, svo sem kunnugt er af bókum Guð- mundar G. Hagalín, rithöfundar. Guðmundur er fæddur í Lokinhömrum 10. október 1898, og hér um slóðir er baksvið margra skáldsagna hans. Sögupersónur hans sumar hverjar munu eiga sér fyrirmyndir í fólki, sem hérna lifði og starfaði á uppvaxtarárum hans í byrjun aldarinnar. Og kennileitum í Lokinhanrradal lýsir hann vel í endurminningabókinni „Ég veit ekki betur", 1951. Guðmundur sótti lærdóm sinn m. a. til séra Böðvars á Hrafnseyri. Hann var bæjarfulltrúi á ísafirði í 11 ár, í bæjarráði og forseti bæjarstjórn- ar og er því sveitarstjórnarmaður, auk þess sem flestir oddvitar kynntust honum sem bókafull- trúa ríkisins árin 1955 til 1969. Af mörgu væri að taka, ef rifjaðar væru upp frásagnir Guðmundar Hagalín af þessum slóð- um. Sýna þær stórbrotið mannlíf, hreysti og bar- áttu við óblíð náttúruöfl í lirikalegu umhverfi, en það er önnur saga. Togarataka og fiskisæld Allir bændur við Arnarfjörð nema innfjarðar- 41 SVEITAItSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.