Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 48
bændur voru í rauninni útvegsbændur. Land- búskapur var aðeins hliðargrein. Stundum lágu 10 skipshafnir samtímis við í Hlaðsbót, og oft munu 30—40 bátar hafa átt fiskilóðir sínar yfir þveran Arnarfjörðinn. í byrjun aldarinnar tóku togarar að venja komur sínar í fjörðinn og tog- uðu stundum það nálægt landi, að heyra mátti í togvindum þeirra úr bæjardyrunum. Varð þá margur bóndinn fyrir aflatjóni og fiskilóðir skemmdust. Cuðmundur Hagalín segir frá því á einurn stað sem einni ánægjulegustu bernsku- minningu sinni, er danska herskipið Hekla lók tvo togara í einu í landhelgi að veiðum á móts við Lokinhamradal, en oftar var liitt, að þeir fengu óáreittir að skafa botninn og kærur bænda urðu til einskis. Snjórinn bezti smalinn ..Ég er fæddur á sama hóli og Guðmundur Hagalín", segir nafni hans, oddvitinn á Hrafna- björgum. „Nú er öldin önnur í Lokinhamradal, jafnvel ekki mannskapur til að ýta báti úr vör, hvað þá, að róið sé í hákarl, sel eða lival, enda lítið að hafa af slíku um þessar mundir. Sauðfé er eini bústofninn að heitið geti. Örfáar kýr til heimilisnota, en við liöfum á Hrafnabjörgum tæplega 500 fjár á fóðrum og eitthvað á annað þúsund á fjalli. Tveir þriðju hlutar er tvílembt, og við fáum nokkuð góða afurð eftir hverja kind.“ — Eru ekki göngur erfiðar með svo fáu fólki? „Blessaður vertu. Það er ekki um að ræða lengur nein íeglubundin £jallslcil. Við reynum þó venjulega að smala á einum degi að haustinu þessar jarðir, sem við höfum undii', en þær eru utan Lokinhamradals, Stapadalur og Álftamýri, og þá kemur oft mannskapur frá Þingeyri okkur til hjálpar. Þá náum við lömbunum og flytjum þau til slátrunar á Þingeyri. Annars er snjórinn bezti smalinn. Féð kemur niður, þegar hausthret- in koma. Hér áður fyrr var mikið treyst á fjöru- beit, því að fjörugróður er mikill, jafnt vetur sem sumar, en nú er mikið farið að gefa inni. Annars er hér gott sauðfjárland. Fuglabjörgin eru vaxin safamiklu grasi og kjarngóðu. En sauð- féð lendir líka oft í ófærum. En hún er fótviss og harðger sauðkindin okkar. Og það kemur sér vel hér. Ég á líka vitra hunda, sem eru lagnir að fara fyrir kind eða sækja fé. Þeir konia að miklu gagni við svona aðstæður.“ 45 íbúar í hreppnum — Hversu margir íbúar eru nú í hreppnum? „Látum okkur nú sjá, hjá okkur eru 8 manns í vetur. Ég er nteð fjóra aðkomustráka, 3 úr Reykjavík og einn úr Bolungarvík, systir mín og dóttir hennar búa í Lokinhömrum. Á hinum bænum í Lokinhömrum búa mæðgin, á Auð- kúlu eru hjón með fjögur börn, á Hrafnseyri er fjármaður, á Ósi í Mosdal er 5 manna fjölskylda, einbúi er á Laugabóli. f Mjólká eru síðan þrjár fjölskyldur, tveir vélstjórar og einn staðarhald- ari. Þar eru líka skráðir nokkrir farfuglar, sem ég kalla svo, eða menn, sem eru í vinnu við virkj- unarframkvæmdir. Þjóðskráin telur hjá okkur 45 íbúa nú hinn 1. desember.“ Unr aldamótin voru í Auðkúluhreppi yfir 300 íbúar eða jafn margir og hér teljast vera árið 1703. Þegar Vestfirðingar halda hátíð á Hrafns- eyri árið 1911, eru enn taldir heimilisfastir 304 íbúar í hreppnum. Árið 1930 hefur þeim fækkað um rétt hundrað og eru 204, og við lýðveldis- stofnunina, árið 1944, voru þeir 115. Nú eru 45 íbúar skráðir í hreppnum, eins og áður segir.“ Einangruð sveit — Hvar endar þetta með fólksfækkunina, Guðmundur? „Það er nú lítið liægt að segja urn það. Fram- tíðin verður þar úr að skera. Eins og sakir standa, eru ekki horfur á breytingu, íbúatalan hefur verið óbreytt seinasta hálfan annan áratuginn. Árið 1965 voru hér taldir 42 íbúar, svo þetta heldur svona í horfinu. Við erum hér í einum einangraðasta lneppi landsins. Hingað eru allar leiðir lokaðar frá í nóvember þangað til í apríl eða maímánuði, að Hrafnseyrarheiðin opnast á ný. Oft hafa varðskipin reynzt okkur vel með að- drætti, en þau hafa víst öðrum hnöppum að SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.