Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1976, Blaðsíða 51
GÍSLI JÚLÍUSSON, verkfræðingur: VARMADÆLUR Orkukreppan, sem skall á fyrir um það bil tveimur árum, varð til þess, að farið var að liugleiða, á hvern hátt væri unnt að spara orku og einnig, hvernig unnt væri að nýta aðrar orku- lindir en olíu og kol til hitunar. Hér á landi er- um við svo heppin að hafa jarðhita, sem áætlað er, að geti séð fyrir um 65% af húshitunarþörf okkar á ódýran hátt. Fyrir þau 35%, sem eftir eru, mætti nota rafmagn. Ef nota ætti rafmagn til hitunar húsa, þyrfti að kosta miklu fé í uppbyggingu og styrkingu dreifikerfis, og verður rafmagnshitun þá dýr. Á síðustu árum hefur athygli manna beinzt að varmadælum sem hugsanlegri aðferð til að spara rafmagn til húsahitunar. Varmadælur hafa verið þekktar í yfir 100 ár. Það var árið 1852, sem enski eðlisfræðingurinn Sir W. Thomson (síðar Lord Kelvin) uppgötvaði, að hægt væri að flytja varma frá lægra hitastigi til hærra hita- stigs með annari verðmætri orku. Lágt hitastig er ekki nýtanlegt til upphitunar.en þar sem varmi er nægur og hitastigið liækkað, er hægt að nýta það til upphitunar. Lýsing varmadælu Varmadæla er raunverulega það, sem við köll- um í daglegu tali kælivél. Það, sem skilur á milli, er aðeins notkunarsviðið, hitun í stað kælingar. Mynd 1 sýnir varmaflæðið í gegnum vanna- dælu: VARMAFLÆfil Mynd 1. Q0 er varminn frá varmagjafa Qj[ er varminn frá rafmótor Jjjöppu Qn er lieildarvarminn, sem skilast til varrna- þega Qii = Qo + Qm Það sést, að varmagjafinn kólnar og varma- þeginn hitnar, og einnig, að með þessu móti er liægt að flytja varma milli staða. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.