Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 6
Nú langar mig til að varpa fram þeirri hug- mynd, sem sjálfsagt er illframkvæmanleg, en má þó íhuga. Væri ekki hægt að koma á einhverri tilraun með raunverulega þátttöku almennings í einhverju miðlungsstóru sveitarfélagi hér á landi. Óltjákvæmilegat væri að leita aðstoðar við framkvæmdina úr ýmsurn áttum. Mér er ekki kunnugt um, að slík tilraun Jiafi nokkurs staðar verið gerð, en ég held, að það sé ómaksins vert; hún getur að vísu kostað töluvert umstang, en hún ætti varla að geta orðið til tjóns. Ef Jressi tilraun fer fram, getur hún orðið leiðbeining um Jrað, hvort rétt sé að kveðja almenning tii beinn- ar Jrátttöku í stjórn sveitarfélaga og þá með hvaða hætti. Ég tel, að Jressi hugmynd geti orðið prófsteinn á |jað, hvort með Jressu er stefnt í rétta átt eða ekki. Þetta gæti skýrt rnálið á ýms- an veg. Hér yrði um að ræða fullorðinsfræðslu í orðsins fyllstu merkingu, því að fyrsta skrefið væri náttúrlega Jjað að fræða íbúana rækilega um Jrau málefni, sem taka Jjarf afstöðu til. Því nefni ég Jjetta hér, að mér finnst — og er sjálfsagt ekki einn um Jrað, að nú sé búið að tala nóg urn lýðræðislegt stjórnarfar, sem felst í jn’í, að almenningi sé falin stjórn eigin mála. Við komumst ekki lengra með Jjví að tyggja upp fras- ana livert eftir öðrum. Það er kominn tínti lil athafna. Hér er bent á leið, sem ef til vill má ræða, sem sagt flytja málið úr frasajjokunni nið- ur á jörðina. Páll Líndal. TVÖ SVEITARFELOG TAKA UPP SKJALDAR- MERKI NJARÐ- VIKUR- KAUPSTAÐUR Bæjarstjórn Njarðvlkurkaup- staðar liefur tekið upp skjaldar- merki fyrir kaupstaðinn. Merkið teiknaði Áki Granz, bæjarfulltrúi og listamaður. Á merkinu er víkingaskip með þanin segl, sem vísa til fortíðar, og yfir svífur Jjota, tákn nútíðar og framtíðar. Þá eru á merkinu tvær öldur yfir drekahöfði og kóróna, og á hvoru tveggja að vísa til sjávarguðsins Njarðar. Milli dreka- höfuðsins og seglsins myndast vík, og á |)á að vera unnt að lesa nafn sveitarfélagsins út úr myndinni. Merkið á að vera blátt á hvftum grunni. BLÖNDUÓS- HREPPUR Hreppsnefnd Blönduóshrepps hefur samþykkt að taka upp skjaldarmerki fyrir hreppinn. Efnt var til verðlaunasamkeppni á sein- asta ári um beztu hugmynd að slíku merki. Heitið var 35 þúsund kr. verðlaunum fyrir beztu luigmynd- ina. Fjölmargar tillögur bárust, og fyrir valinu varð lillaga, sem Svava Gestsdóttir, húsmóðir á Selfossi reyndist höfundur að. Ákveðið var jafnframt að taka merkið til notkunar á árinu 1976, í tilefni af 100 ára afmæli byggð- ar á staðnum. Merkið á að sýna landfræðileg sérkenni staðarins, fljótið, byggð- ina og brúna, sem tengir saman bæjarhlutana. Merkið var lirein- teiknað í Prentverki Odds Björns- sonar h.f. á Akureyri. Það er í blá- um lit, sem minna skal á fljótið. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps hefur nvlega samjjykkt að leita eftir hugmynd til notkunar á vænt- anlegu merki hreppsink. Hefur hún auglýst innansveitar eftir til- lögum að slíkri hugmynd, sem ver- ið gæti táknræn fyrir byggðarlagið. Skrifstofunni er kunnugt um for- ráðamenn nokkurra fleiri sveitar- félaga, sem nú eru á höttunum eftir merki fyrir kaupstað sinn eða hrepp. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.