Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 9
Blönduóskirkja stendur undir brekk- unni vestan ár, vígð árið 1895. Séð til austurs, yfir gamla bæjarhlutann og nýrri hverfi handan Blöndu. Ljósmyndina tók Unnar Agnarsson. .... j /m K' a f. P. lUi Blönduósinga fram á síðustu ár. Hér hafa því þróazt þjónustufyrirtæki. Nú eru hér hótel, sem starfa allt árið og sumarhótel og tveir söluskálar fyrir ferðamenn, þrjú verkstæði, sem veita bif- reiðaeigendum þjónustu, þrjú trésmíðaverkstæði, nokkrir rafvirkjar, efnalaug og þvottahús, bók- haldsskrifstofa, bakarí, sem einnig selur kringlur og tvíbökur út um allt land. Þá starfa hér all- margir bifreiðastjórar. Auk þess eru vinnuvélar ýmist í eigu einstaklinga eða opinberra aðila. Vaxandi iðnaður Mjólkurstöðin var byggð árið 1946, og er það upphaf iðnvæðingar á staðnum. Hóf hún rekstur árið 1963. Næsta iðnfyrirtæki var Trefjaplast hf., er stofnað var árið 1962 og hóf rekstur árið 1963. Síðan kom Málmur hf. með naglaframleiðslu, en hefur nú hætt störfum, Krútt með brauðfram- leiðslu, Ósplast hf., sem er almenningshlutafélag með yfir 100 liluthöfum, Pólarprjón hf., sem prjónar og saumar flíkur. Framleiðsla steypu liófst sumarið 1974. Stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu er Blönduóslneppur, Höfðahreppur (Skagaströnd), .Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu og kaupfélagið. Steyp- unni er ekið út um alla sýsluna. Verzlanir Verzlanir eru hér nokkrar. Tvær heildsölu- verzlanir. Kaupfélag Húnvetninga er stærsti verzl- unaraðilinn. Urn fimnt verzlanii eru aðrar, auk söluskálanna og svo er nú komið apótek með lærðum lyfjafræðingi. Áður var lyfsala héraðs- læknisins, sem við kölluðum nú reyndar apótek. Miklir vöruflutningar Samgöngur eru sæmilegar. Áætlunarferðir að sumarlagi daglega suður og norður, og að vetrar- lagi 2—3 í viku. Auk Jtess er mikið um vöruflutn- ingabíla. Hér er ekki höfn, en bryggja, sent flest milli- landaskip okkar geta legið við í góðu veðri. Um þessa bryggju fara um 12—13 þús. tonn á ári, og fara vöruflutningar vaxandi. Þessi bryggja átti lengi vel og á kannski enn met að því er snertir uppskipað vörumagn á klukkustund á hvert gengi. Bryggjan stendur vel undir sér fjárhags- lega. Sjálfvirk símstöð er hér og hefur verið í nokk- ur ár. g3 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.