Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 13
Tónlistarskóli hefur verið starfræktur á Blönduósi um skeið. Myndin er tek- in á jólatónleikum skólans. Skólastjórinn Örn Óskarsson leikur undir á gítar. Ljósmyndina tók Unnar Agnarsson. ir, enda verður það að gegna kalli fram um sveit- ir innhéraðsins. Ný slökkvistöð hefur verið tekin í notkun. Héraðshælið Þá er hér sjúkrahús, sem við köllum Héraðs- liæli Austur-Húnavatnssýslu. Þar er rúm fyrir lið- lega 30 sjúklinga og milli 20—30 rólfær gamal- menni. Nú er undirbúningur hafinn að byggingu heilsugæ/lustöðvar. Það er í sjálfu sér aihyglisvert, að hér fæða allar konur börn sín á Héraðshæiinu og hefur verið svo síðustu 15—20 árin, hvað Blönduós og innhéraðið snertir og einnig Skagaströnd síðustu 10 árin, enda vinnur eina starfandi ljósmóðirin í héraðinu við Héraðshælið. Elliheimili í smíðum Elliheimili er í sömu byggingu og spítalinn eða í héraðshælinu. Nú er hafin bygging nýs elli- heimilis. A það að taka fullbyggt um 50—60 manns. Það verður 3—4 liæða hús með kjallara, þar sem hugsuð eru herbergi fyrir einstaklinga og tvær álmur 1 og 2 hæða með íbúðum fyrir hjón eða tvo einstaklinga. Það er 2ja hæða álman nteð 10 íbúðum, sem hafin er bygging á. Annað mál er svo, hvenær tekst að ljúka henni á tínnnn lánsfjárkreppu og okurvaxta. Samkvæmt heintild í lögum um heilbrigðis- nefndir, þá er aðeins ein heilbrigðisnefnd starf- andi fyrir Blönduós og sveitahreppa sýslunnar. Sorpbrennsla Aðalvandamál heilbrigðisnefndar og sveitar- stjórnar er eyðing sorpsins. Eina raunhæfa lausnin er að brenna það, og hefur brennsluofnum við okkar hæfi verið komið upp. Þessir brennsluofnar eru einfaldir. Aðeins stál- hólkur reistur upp og grind sett í botninn og ruslið sett í og kveikt í. Þannig hagar til, að ruslið er sett í djúpt gil og brennsluofninum komið fyrir á gilbarminum. Þessi aðstaða gerir það að verkum, að nægilegur trekkur myndast, svo ruslið brennur vel. Heildarkostnaður er nú um 1100 þúsund, svo segja má, að kostnaðurinn sé viðráðanlegur. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur, að múra verður stálhólkana að innan, þar sem þeira hitna svo mikið. 67 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.