Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 17
Hulldóra Bjarnadóttir, fyrrum ritstjóri ársritsins Hlínar, er fædd í Vatnsdal í Húnavatnssýslu árið 1873 og er því á 103. aldursári. Hún er elzti ibúi Blönduóshrepps, þremur árum eldri en kauptúníð. Hún dvelst á Héraðshælinu á Blönduósi. Ljósmyndin var tekin á annan dag jóla árið 1972, er Halldóra var á 100. aldursárí. Til þess að gefa smáinnsýn í kostnaðinn, vil ég geta Jtess, að rörin hingað kontin ásamt með nauðsynlegum krönum til að fóðra með holur.n- ar, kostuðu um 4,3 millj. króna. Holurnar eru fóðraðar niður á annað lnindrað metra. Þá er eftir allur kostnaður við að koma Jieim fyrir og sement o. fl. Jtannig að bara fóðrunin fer yfir 5 millj króna. Afmælishátíð 3.—4. júlí Aldarafmæli Blönduóss hefur verið undirbúið nú í nokkur ár. Við ætlum ekki að halda dýrð- lega veizlu, en sellum okkur strax ákveðin mark- mið. Við höfunv hafið uppgræðslu melanna um- hverfis Blönduós, stofnuðum lúðrasveit, létum gera merki fyrir Blönduós og reistum táknrænt minnismerki fyrsta íbúa Blönduóss. Hátíðahöld- in verða 3. og 4. júlí í svokölluðum kvenfélags- garði, en nú í vor hefur verið gert stórt átak í að fegra hann og prýða. Þá verður væntanlega opn- að heimilisiðnaðarsafn við Kvcnnaskólann og margt fleira. Skipan hreppsnefndar Pólitísk skipan hreppsnefndar er þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn og stuðningshópar hans eiga 3 af 5 mönnum. Hann hafði einn sér og/eða í samvinnu við aðra flokka eða hópa manna far- ið með stjórn hreppsmála frá „ómunatíð" allt fram til ársins 1966, er ltann tapaði fyrir vinstri mönnum með 1 atkv. mun, en vann aftur arið 1970 með 2—3 atkv. mun, og aftur árið 1974. Allhart er barizt á kosningadag og fyrir hann, en eftir kosningar og eftir að kosrtingu nefnda er lokið (og raunar fyrr), er ekki um pólitík að ræða. Þá eru hreppsnefndarmenn aðeins Blöndu- ósingar og ræða og leysa málin með samvinnu og af þeirri Jtekkingu, sem Guð gaf þeirn. 71 S VEITA R ST J ÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.