Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 19
tryggingabætur almannatrygginga frá 1964 og til líðandi stundar. Þessi tafla er birt nokkrum sinn- um á ári, eftir því sem breytingar verða á bóta- upphæðum almannatrygginga. Ég taldi rétt að kynna Hagtíðindin lítils hátt- ar, af því að þau eru, eins og áður segir, send öllum sveitarstjórnum, en nú ætla ég að fara nokkrum orðum um áður nefnd sameiginleg verkefnasvið sveitarstjórna og Hagstofunnar. Ársreikningar sveitarfélaga Það er þá fyrst skýrslugerðin um ársreikninga sveitarfélaga. Ég vona, að fundarmenn séu mér sammála um, að liagskýrsluhefti Hagstofunnar með niðurstöðum ársreikninga sveitarfélaga gegni mikilvægu hlutverki og að það þurfi að koma út á prenti sem allra fyrst að loknu því 3ja ára tímabili, sem hvert hefti tekur til. Síðasta heftið, sem fyrir liggur, er með ársreikningum 1969— 71. A undanförnum árum hefur Hagstofan lagt fast að skilatregum sveitarstjórnum að flýta gerð ársreikninga sinna, og hefur nú notið til þess eindregins stuðnings félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Sérstök áherzla var lögð á að koma hefti áranna 1969—71 út með sem minnstum drætti, en þó birtist það, vegna skilatiegðu, ekki fyrr en á vori 1974, þ. e. nærri 21/2 ári eftir lok þess tímabils, sem skýrslan fjall- aði um. Ljóst var af þessu, að til enn frekari ráð- stafana þurfti að grípa, ef von ætti að verða um bætt reikningsskil. Því voru sett lög nr. 36/1973, um breyting á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga, þar sem kveðið er svo á, að sveitarfélag, sem ekki stendur skil á ársreikningum sínum á lögboðnum frestum, skuli ekki fá greitt framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, fyrr en skil liafa verið gerð. Þessi nýju lagaákvæði, sem kunna að þykja harkaleg, virðast þó vera óhjákvæmileg til þess að koma skilurn ársreikninga sveitarfélaga í viðunandi horf. í þessu sambandi skal það undir- strikað, að hér er aðeins verið að knýja skilatrega aðila til að halda lögboðna fresti, eða öllu held- ur til að lialda vanskilum ársreikninga innan þolanlegra marka. Beiting þessa ákvæðis af liendi félagsmálaráðuneytisins síðastliðið hálft annað ár hefur borið góðan árangur. Þannig var, eins og áður segir, unnt að birta þegar í apríl 1975 töflu- yfirlit um fjárhag sveitarfélaga 1972 og 1973. Vonir standa til, að næsta hagskýrsluhefti, með sveitarsjóðareikningum 1972—1974, komi út inn- an fárra vikna, og er það mikil framför frá þvx, sem var unx sveitaisjóðareikniirga 1969—1971, sem komu út nærri 2i/2 ári eftir lok þess tíma- Ixils, sem um var fjallað. Að öðru leyti ætla ég ekki að fjölyi'ða um Klemens Tryggvason, hagstofustjóri. skýrslugerð Hagstofunnar um sveitaisjóðareikn- inga. Það skal aðeins tekið fram, að Hagstofan mun leggja áherzlu á að stuðla að framkvæmd breyttrar skipunar á ársreikningum sveitarfélaga, eftir því sem óskað verður eftii', að hún hafi hönd í bagga um. Samstarf sveitarstjórna og Þjóðskrár Þá vil ég segja nokkur orð um samstarf sveitar- sijórna og Þjóðskrárinnar. Fyrir hennar hönd er ofar öllu að undirstrika nauðsyn þess, að fram- kvæmd sveitaistjórna á ákvæðunr urn tilkynning- ar aðsetursskipta séu í góðu horfi, jafnframt því sem minnt er á, að hér er beint og náið samband milli sáningar og uppskeru: Því betri sem fram- kvæmd sveitarstjói’nar er á þessum ákvæðum, þeim mun fyllri og öruggari verða íbúaskrárnar, sem hún fær frá Þjóðskránni. — Sérstök ástæða er til að nefna, að mikill bagi er að því, að mai'g- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.