Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 39
Séð yfir fundarsalinn í barnaskólahúsinu á Seyðisfirði. undir rekstri þeirra, og minnir fundurinn á tillögur stjórnar Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga um, að lilutdeild í söluskattstekjum yrði mörkuð landshlutasamtökun- um í þessu skyni." Tillaga þessi var samþykkt sam- hljóða. Leiguíbúðir Að tillögu Guðmundar Magnús- sonar, sveitarstjóra, og fleiri, gerði fundurinn svofellda ályktun uni leigufbúðir sveitarfélaga: „Aðalfundur SSA 1975 skorar á Húsnaeðismálastjórn og félagsmála- ráðherra að breyta reglugerðinni um 1000 leigufbúðir sveitarfélaga þannig, að sveitarfélögunum verði heimilað að gera við lok fram- kvæmda kaup-leigusamninga við þá, sem kaupa skuldabréf til fjár- mögnunar liluta sveitarfélaganna í íbúðarbyggingunum." Tollvörugeymsla á Austurlandi Vigfús Ólafsson og aðrir fulltrú- ar Reyðarfjarðarhrepps á fundin- um lögðu fram svofellda tillögu að ályktun, sem samþykkt var: „Aðalfundur SSA 1975 samþykk- ir að fela stjórn SSA að kanna' möguleika á stofnun tollvöru- geymslu á Austurlandi.“ Framsögumaður allslierjarnefnd- ar C, sem fjallaði um þessar tillög- ur, var Sigurður Hjaltason, sveitar- stjóri Hafnarhrepps. 25% sjóðurinn til eins landshluta í senn Jóhann Klausen, bæjarstjóri, var talsmaður allsherjarnefndar A, og mælti m. a. fyrir eftirfarandi til- lögu, sem stjórnin flutti og var samþykkt einróma: „Aðalfundur SSA 1975 samþykk- ir að beina þeim eindregnu til- mælum til þingrnanna kjördæmis- ins, samgönguráðherra og fjárveit- inganefndar Alþingis, að tryggt verði, að þéttbýlisstaðir á Austur- landi fái fjártnagn úr 25% sjóði þéttbýlisfjár árið 1976, vegna var- anlegs frágangs á gatnakerfi og annars áfanga við að koma bundnu slitlagi á götur í þéttbýli. Aðal- fundurinn telur, að liagkvæmt sé, með tilliti til nýtingar fjár úr 25% sjóðnum, að því sé heint í einn landsfjórðung í senn, í stað þess að dreifa því í smáskömmtum á of marga staði, þar sem engum um- talsverðum árangri yrði náð neins staðar með því móti.“ Vegamál Þá gerði fundurinn þrjár sam- þykktir um vegamál: Sú fyrsta var jress efnis, að á næsta ári verði hafin vegagerð um Hvalnesskriður og Þvottárskriður og henni lokið svo fljótt sem kost- ur er; önnur var um fjögurra ára áætlun um vegarlagningu milli Fljótsdalshéraðs og Vopnafjarðar sem næst ströndinni og sú þriðja um bætt vegakerfi út um liinar dreifðu byggðir á Austurlandi. Sveitarfélög skipti við innanhéraðsstofnanir Svofelld tillaga borin fram af Jóhanni Klausen var samþykkt sem breytingartillaga við tillögu stjórnar um sama efni: „Aðalfundur SSA 1975 samþykk- ir, að sambandið stuðli að hættri verkfræði- og arkitektaþjónustu á Austurlandi. 1 því skyni samþykkir fundurinn að hvetja sveitarfélög á sambandssvæðinu til að beina við- skiptum sínum til jreirra stofnana, sem nú eru þar staðsettar eða síðar kunna að verða jjað." Áætlanagerð Allsherjarnefnd A lagði fram svofellda tillögu, sem var sam- þykkt: „Aðalfundurinn óskar þess, að stjórn SSA lilutist til um, að áætl- anir, sem Austurland varða og 93 SVEITARSTJÓRNAUMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.