Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 40
unnar eru á vegum SSA og opin- berra aðiia, s. s. Framkvæmdastofn- unar ríkisins, verði látnar taka til allra sveitarfélaga innan kjördænt- isins, en ekki fylgja öðrum kjör- dæmum. Aðalfundurinn telur nauðsyn, að væntanleg Austurlandsáætlun fjalli einnig um landbúnað og vill sér- staklega benda á möguleika aukins landbúnaðar í Vopnafjarðar- og Skeggjastaðahreppum.“ Rafmagn og sjónvarp Þá var á fundinum gerð áætlun um útvegun fjármagns til þess að endurbyggja dreifikerfi rafmagns á Austurlandi. bent er sérstaklega á línur yfir Eskifjarðarheiði og Stuðlalieiði til Suðurfjarða og ný- byggingu á línu lil Vopnafjarðar og Hornafjarðar. Þá verði enn- fremur útvegað fjármagn til að leggja raflfnur í jörð á þéttbýlis- stöðum á Austurlandi um leið og götur eru lagðar bundnu slitlagi. I annarri ályktun er lýst ó- ánægju með útsendingu sjónvarps- efnis á Austurlandi og mælzt til úrbóta í þeim efnum. Mótmælt niðurskurði fjárveitinga eftir afgreiðslu fjárlaga Þá var loks samþykkt svofelld tillaga, sem Vilhjálmur Sigurbjörns- son samdi í tengslum við erindi, sem hann flutti á fundinum og áður er getið: „Aðalfundur SSA lialdinn á Seyð- isfirði 6. og 7. sept. 1975 telur þau vinnubrögð ríkisstjórna og Aljting- is að afgreiða fjárlög fyrir áramót, vitandi J>að, að skera verður fjár- veitingar á fjárlögum niður örfá- um mánuðum síðar, með öllu óhæf og óverjandi. Þessi vinnubrögð eru óhæf vegna J>ess, að þau misbjóða virðingu Aljtingis og trausti til þingræðis og lýðræðis almennt. Og J>au eru óverjandi vegna þess, SVEITAKSTJÓRNARMÁL 1. að niðurskurðaraðgerðirnar bitna fyrst og fremst á ]>eim landshlutum, sem hafa dregizt aftur úr velferðarsókn J>jóðfé- lagsins og orðið að búa við mesta mismunun í félagslegum og efnahagslegum framförum J>jóðarinnar á velgengnisárun- um, samanborið við t. d. Suð- vesturland. 2. að afgreidd fjárlög vekja falsk- Erling GarSar Jónasson, oddvitl EgilsstaSa- hrepps, formaður sambandsins. ar vonir aðila í strjálbýli, en niðurskurður J>eirra hefur oft í för nteð sér beint og óbeint fjárhagstjón og óþarfan kostn- að sveitarfélaga og annarra að- ila á landsbyggðinni. 3. að vinnubrögð við niðurskurð- inn eru oft handahófskennd og ólýðræðisleg, J>ar sem unnt er að beita mismunun og persónu- legir duttlungar embættis- manna og einstakra valdamanna geta ráðið meiru urn úrslit mála en efnisleg málsmeðferð og sanngirnissjónarmið lilutlægs mats. Aðalfundur SSA skorar J>ví á AlJ>ingi og ríkisstjórn að tryggja J>að, að ekki verði framhald á þess- um vinnubrögðum og að á næsta AlJ>ingi verði bætt J>að, sem íbúar strjálbýlisins hafa þegar orð- ið að J>ola af J>essum sökum." Stjórn sambandsins í samræmi við breytingar, sem gerðar voru á lögum sambandsins á seinasta aðalfundi þess, voru nú kjörnir þrír menn í stjórnina til tveggja ára. Stjórnin endurnýjast með þeim hætti, að annað árið eru kosnir 4 stjórnarmenn, en hitt árið 3. Jafnframt var nú ákveðið, að til- lögu Bjarna Þórðarsonar, sem hafði orð fvrir kjörnefnd fundar- ins, að af þessum sjö stjórnar- mönnum væru tveir úr kaupstöð- um. Með því að kaupstaðir á Aust- urlandi eru nú orðnir þrír í stað tveggja áður var ákveðið, að full- trúi eins kaupstaðarins gengi úr stjórninni í senn. Þannig var ákveð- ið, að í ár gengi úr stjórninni full- trúi Seyðisfjarðar, næsta ár full- trúi Neskaupstaðar og J>ar næsta ár fulltrúi Eskifjarðar. Einnig, að hver stjórnarmaður ætti tiltekinn varafulltrúa. í stjórn sambandsins til tveggja ára voru kosnir Jóhann Klausen, bæjarstjóri á Eskifirði; Óskar Helgason, oddviti Hafnarhrepps, og Erling Garðar Jónasson, odd- viti Egilsstaðahrepps. Aðrir i stjórn næsta starfsár eru: Arnfríður Guðjónsdóttir, oddviti Búðahrepps; Helgi Gíslason, odd- viti Fellahrepps; Kristinn V. Jó- hannsson, bæjarfulltrúi í Neskaup- stað, og Kristján Magnússon, sveit- arstjóri á Vopnafirði. Á fyrsta fundi sínum kaus stjórn- in Erling Garðar Jónasson, odd- vita Egilsstaðahrepps, formann sambandsins. Innan stjórnarinnar starfar og J>riggja manna framkvæmdaráð. í því eiga sæti auk formanns Jóhann Klausen, bæjarstjóri á Eskifirði og Kristján Magnússon, sveitarstjóri á Vopnafirði. Varamaður í fram-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.