Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 45
lega verið hreppsíélaginu og byggðarlaginu í lieild mikil mátt- arstoð að mörgu leyti. Skólinn var stofnaður fyrir forgöngu Arnórs Sigurjónssonar, en fyrsti vísirinn var tillaga, sem Arnór flutti í ung- mennafélaginu Eflingu í Reykja- dal um slíka skólastofnun árið 1913. Árið 1916, fyrir réttum 60 árum, hófst síðan barátta Sam- bands þingeyskra ungmennafélaga fyrir stofnun héraðsskóla, og smíði skólans hófst síðan vorið 1924. Ári síðar, 1925, eða fyrir hálfri öld, var á Laugum reist fyrsta yfir- byggða sundlaug landsins og er liún enn í notkun. Árið 1928 var aðalskólahúsið fullbyggt. Leikfimi- hús var síðan reist árið 1931 og smíðaskáli á árunum 1947—1948. Húsmæðrasköli var reistur að Laugum árið 1928 fyrir forgöngu kvenfélaga í Þingeyjarsýslu. Ung- mennafélög sýslunnar liafa lagt sig fram um að snyrta umhverfi skóla- húsanna og beittu sér fyrir gerð fþróttavallar þar, svo aðstaða er þar nú hin bezta til hvers konar íþrótta, úti sem inni. Arnór Sigurjónsson frá Litlu- laugum, brautryðjandinn um stofnun skólans, var fyrsti skóla- stjóri hans á árunum 1928—1933. Leifur Ásgeirsson, síðar prófessor, var skólastjóri á árunum 1933— 1943, Hermann Hjartarson frá 1943—1950, en síðasta aldarfjórð- unginn, frá 1950 hefnr Sigurður Kristjánsson verið jrar skólastjóri, nema hvað Sigurður Guðmunds- son og Björn Pálsson hafa annazt skólastjórn sinn hvorn veturinn í forföllum. Sigurjón Friðjónsson, faðir Arn- órs, gaf land undir skólann og hitaréttindi, og var Laugaskóli fyrsta skólahúsið, sem liitað var upp með liveravatni, og var skól- anum beinlínis valinn staður með hliðsjón af jarðhitanum. I öndverðu var starfsemi skól- ans sniðin eftir fyrirmynd dönsku lýðskólanna, en færðist smám saman í horf gagnfræðaskóla. Skólinn hefur brautskráð nemend- ur með gagnfræðapróf og lands- próf og hefur starfað í þremur bekkjardeildum. í liaust tók til starfa 5. bekkur með námsefni, sem svarar til 1. bekkjar mennta- skóla. Fyrsta starfsvetur skólans voru nemendur um 50, urðu flestir um 150, en voru sl. vetur um 110, að sögn Sigurðar Kristjánssonar skólastjóra, í samtali við ritstjóra er Fjórðungssamband Norðlend- inga efndi til ráðstefnu um æsku- lýðsmál að Laugum í júnímánuði sl. Með fækkun nemenda og til- ... - , ■ - -: , 'ií-& K—T mm ■-*»'■■ ■ ^ Wýr-i ■■I ’ ilÍSiÍÍl BBt p i» i Séð heim að Laugum i Reykjadal, Héraðsskólinn lengst til vinstri, þá gamla iþróttahúsið og aflan við það rýleg heimavistarhús Héraðs- skólans og loks húsakynni Húsmæðraskólans lengst til hægri á myndinni. SVEITARSTJÓRNAKMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.