Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 46
100 komn nýrrar heimavistarbyggingar hefur nokkuS rýmkað um nemend- ur, og er námsaðstaða því betri en áður. Nemendur Laugaskóla hafa að miklu leyti verið úr ná- grannabyggðum og flestir úr heimahéraði. Við skólann hefur löngum verið starfrækt smíðadeild. Þar smíða ungir menn liúsgögn á heimili sín, og enn er smíðakennsla snar þáttur í kennslustarfi skólans. Ekki leikur vafi á, að margur bóndinn í byggðarlaginu hefur lengi búið að smlðakennslunni að Laugum til hagræðis heimili sínu og búi. Upphaflega var skólaráð skipað að hluta til af fulltrúum frá Sam; bandi þingeyskra ungmennafélaga, en skólinn rekinn eins og sjálfseign- arstofnun með ríkisframlagi. Síð- an var skólinn rekinn sameigin- lega af ríki og Suður-Þingeyjar- sýslu, en árð 1973 tók ríkið að fullu við rekstrinum. Varð Lauga- skóli síðasti héraðsskólinn, sem ríkið yfirtók úr höndum sýsln- anna. íþróttahús í smíðum Á skólasetrinu að Laugum er í smíðum íjnóttahús. Hófst smíði Jtess fyrir tveimur árum, og verður væntanlega fokhelt að ári. I íþrótta- sal verður keppnisvöllur að stærð 18x33 m, nokkuð áhorfendarými og búningsherbergi. Einnig verð- ur fyrir enda salarins leiksvið, svo unnt verður að hafa jiar viða- meiri sýningar. Fintleikasal yrði Jrá breytt í áhorfendasvæði auk Jiess, sem fyrir er. Búningslierbergi þjóna í senn leiksviði, fimleikasal og sundlaug, sem gert er ráð fyrir að byggð verði sem hluti Jiessa íjnóttamannvirkis síðar. Ríkissjóður sér um byggingu hússins, enda hefur ríkið að öllu leyti tekið að sér stofn- og rekstr- arkostnað skólans. Arkitekt íþróttaliússins er Jes Einar Þorsteinsson. Þingey í Reykdælahreppi Hér á undan er fram komið í samtali við Teit Björnsson, odd- vita, að búsældarlegt muni í Reykdælahreppi. Það minnir á ummæli, sem höfð eru eftir Þor- steini ríka, ættföður Reykjahlíðar- ættar, sem bjó að Litlulaugum um aldamótin 1800, að græða mætti sofandi á I.augum, en vaka Jjyrfti í Reykjahlíð. Gróðursældin á sér þá eðlilega skýringu, að land- ið, t. d. í Reykjadal, er lágt, mun t. d. vera 30—40 m yfir sjávarmáli hjá Laugum, og dalbotninn nær Iiæst eina 100 m yfir sjó. Jafnlendi heiðanna mun um 200—300 m yfir sjó, en byggðin er öll í dalahlíð- um eða dalbotnum og allt land svo frjósamlegt, að varla sést klettur í brún eða melur í hlíðar- rinda, svo vitnað sé í Lýsingu Þingeyjarsýslu, eftir Jón Sigurðs- son frá Yztafelli, sem Sögunefnd Þingeyinga gaf út árið 1954. Reykdælalireppur er um 20 km á breidd, nær frá Skjálfandafljóti að vestan, yfir Reykjadal og Lax- árdal að Hólasandi að austan, en mesta lengd hreppsins er um 26 km. Að norðan er Aðaldælahrepp- ur, að sunnan lönd Mývatnssveit- ar og Bárðardals og að vestan Ljósavatnshreppur. Austan Skjálfandafl jóts og í Reykdælalrreppi er eyjan Þingey. Þar var Jung háð til forna, og af lienni ber sýslan nafn, samkvæmt sömu heimild og áður er til vitn- að. Bær var á þingstaðnum í 21 ár frá 1844 til 1865, en ekki síðar og sennilega aldrei fyrr. Af ör- nefnum í Þingey má geta um Gálgakletta og SkuldaJjingsey. Jóhann Skaptason, fv. sýslu- maður Þingeyjarsýslu, hafði áhuga á Jjví að gera Þingey að J)jóðgarði Þingeyinga. Stuðlaði hann að því, að ríkið afhenti sýslunni til um- ráða eignarhluta sinn að eynni, sem var % hluti eyjarinnar. „Friðlýstar rústir eru í eynni“, sagði Teitur Björnsson, oddviti á Brún, „og þykir mér fara vel á |)ví að sýslan sktdi eiga þennan sögu- stað og sýni lionum nokkra rækt- arsemi.“ TORFALÆKJAR- HREPPUR 100 ára verzlunarafmæli Blönduóss í ár eru 100 ár liðin frá því að Blönduós var viðurkenndur sem vcrzlunarstaður, en J)á var Blöndu- ós í Torfalækjarhreppi. Það var ekki fyrr en 1914, að Blönduós- hreppur var stofnaður með að- skilnaði við Torfalækjarhrepp. Arið 1875 voru sárafáir fbúar heimilisfastir á Blönduósi, en J)eg- ar hreppnum var skipt, urðu í Blönduóshreppi rúmlega 200 manns, en í Torfalækjarhreppi Torfl Jónsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.