Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 47
tæplega 200. Nú eru í Blönduós- lireppi um 800 íbúar og í Torfa- lækjarhreppi um 160. Sameiginlegar brunavarnir Samstarf er á milli jressara hreppa um ýmis verkefni og eiga flcirí hreppar Austur-Húnavatns- sýslu Jrá aðild að því samstarfi. Þetta á við t. d. um brunavarnir. Að þeim standa allir hreppar Austur-Húnavatnssýslu nema tveir, Höfðahreppur og Skagahreppur. Tveir slökkvibílar eru nú staðsett- ir á Blönduósi, en stjórn fyrir- tækisins er skipuð fulltrúum allra hreppanna. Sama gildir í rauninni um ýms- ar stofnanir á vegum sýslunnar, svo sem Héraðshæiið á Blönduósi, Héraðsbókasafn og fleira. Húnavellir Verið er að byggja við þann hluta Húnavallaskóla, sem tekinn var í notkun á árinu 1969. Verður í nýbyggingunni sköpuð aðstaða fyrir leikfimi, sund og aðra íþrótta starfsemi. Þessi viðbygging er um 8000 m3. Einnig er í smíðum skóla- stjóraíbúð, sem verður fullgerð á þessu ári. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur seinustu sumur rekið Eddu-hótel á Húnavöllum með mjög vaxandi aðsókn. Borun eftir heitu vatni Heimavistarskólinn Húnavellir er byggður í landi Reykja í Torfa- lækjarhreppi. Þar er nú verið að bora eftir heitu vatni. Þau hita- réttindi eiga Blönduóshreppur að n/ro hlutunr og Torfalækjarhreppur að ^/io hluta. Er Jrá ætlunin að leiða lieita vatnið til Blönduóss til upphitunar liúsa þar. Torfalækur. Umræður um Blönduvirkjun Á seinasta ári fóru fram miklar umræður milli iðnaðarráðuneytis- ins og heimaaðila um virkjun Blöndu. Skiptar skoðanir hafa ver- ið í liéraðinu um það, hvort æski- legt væri að virkja Blöndu, eink- um vegna Jíess, að 50—60 km2 lands beggja vegna Blöndu mundu fara undir uppistöðulón. Heima- aðilar leggja mikla áherzlu á, að það rafmagn, sem framleitt yrði við Blöndu, verði fyrst og fremst hagnýtt í þágu héraðsins í formi ýmiss konar iðnaðar. Iðnaðarráðu- neytið hefur haft frumkvæði um fundahöld með heimamönnum um Jressi mál og hefur lagt fram til- boð um bætur til þeirra fyrir land- spjöll og annað, sem taka ber til greina. Er Jrað fyrst og fremst fólg- ið í uppgræðslu örfoka lands og ókeypis rafmagni til eignaraðila upprekstrarfélaga. Fyrir nokkru var haldinn á Blönduósi mjög fjölsóttur fundur, sem stofnað var til af áhugamönn- um um Blönduvirkjun í héraðinu. Var samjrykkt ályktun, þar sem ein- dregið er lýst stuðningi við fyrir- hugaða Blönduvirkjun. Það stend- ur því ekki á stuðningi heima- manna við væntanlegar fram- kvæmdir, Jrótt auðvitað séu ávallt uppi úrtöluraddir í sambandi við slík áform. Mikið hagsmunamál léraðsins „Skoðun mín á þessu máli er sú“, sagði Torfi Jónsson, oddviti á Torfalæk, í samtali við Sveitar- stjórnarmál nýverið, „að þetta sé mjög mikið hagstrunamál fyrir héraðið. Þá liöfum við öruggt raf- magn til heimilisnota og iðnaðar í héraðinu. Þá veitir þetta náttúr- lega mikla atvinnu og miklum pen- ingastraumi inn í byggðarlagið, meðan á virkjunarframkvæmdum stendur, og er liklegt til Jjess að auka tekjur héraðsbúa til frambúð- ar með vaxandi iðnvæðingu, en tekjur í Jressum landshluta hafa um skeið verið of litlar og lægri lieldur en landsmeðaltal tekna." „Augljós er sá búhnykkur liverri bújörð, að fá um ófyrirsjáanlega framtíð raforku til allra heimilis- nota, en Joetta mun væntanlega eiga við alla bændur í Torfalækj- ar- og Svínavatnshreppum," sagði Torfi Jónsson. „Svona mál eru að sjálfsögðu afar viðkvæm, einkan- lega Jrað land á rniðri Auðkúlu- heiði, sem fara mundi undir vatn í uppistöðulóni þar.“ SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.