Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 48
Mikil uppbygging og aukin sérhæfing „í Húnavatnssýslu hefur átt sér stað geysileg uppbygging í landbún- aði á seinustu árunt. A það við um hvers konar húsbyggingar og rækt- un. Þetta hefur fylgzt að, að reist hafa verið jöfnum höndum ibúðarhús og peningshús og að land hafi verið brotið til ræktun- ar. Framleiðsla búvara hefur því aukizt á undanförnum árum, enda liefur meðferð búpenings og hirða tekið miklum framförum. Búskap- urinn er orðinn sérhæfðari en hann áður var. Sumir bændur einbeita sér að sauðfjárrækt og aðrir að mjólkurframleiðslu. Þykja það þægilegri búskaparhættir." „Sumir bændur byggja þannig nýtízku fjárhús fyrir 600-900 fjár og mjólkurframleiðendur reisa íjós fyrir 40—60 nautgripi með full- komnustu tækni. Af þessu má ráða, að bændur, sem út í slíkt leggja, tileinka sér nútímatækni og leggja þannig grundvöll að vaxandi fram- leiðslu, öruggari afkomu og léttara starfi,“ sagði Torfi að lokum. 22 ár í hreppsnefnd Aðspurður kveðst Torfi ltafa verið 22 ár í lireppsnefnd. Hann var fyrst kosinn árið 1954 i hrepps- nefndina og liefur verið oddviti frá 1962. Þá liefur hann verið framkvæmdastjóri við byggingu Húnavallaskóla frá upphafi og annazt reikningshald um bygging- arkostnaðinn. SAMEIGINLEGT HUS REIST TIL HREIIMSUNAR Á HUNDUM í Staðarsveit og Miklaholtshreppi Staðarsveit og Miklaholtshreppur hafa sam- eiginlega reist hús til hreinsunar hundum. Hundar hafa til þessa verið hreinsaðir í þess- um hreppum við fremur bágbornar aðstæður, svo sem víða mun vera. Hefur nú vonandi verið leyst úr þessu máli til frambúðar. Fyrsta lillaga um þessa húsbygg- ingu kom l'rá Valdimar Brynjólfssyni, héraðs- dýralækni, og var tekin fyrir og samþykkt af hreppsnefndum beggja sveitanna. Húsið er reist svo að segja á hreppamörkum í landi jarðarinnar Gaul. Það er 7 x 3,50 m að stærð, steinsteypt með járnþaki og áföst við það er hundheld girðing. Básar eru í því fyrir 24 hunda og á vinnuaðstaða að vera þarna mjög góð. 'I'il þess er ætlazt, að hundunum verði ekki sleppt lausum eftir lneinsun, svo sem nokkuð hefúr tíðkazt, heldur verði þeir fluttir heim af eigendum. Sveinn Guðjónsson, bóndi á Stekkjarvöllum, sá um framkvæmd verksins, sem gekk mjög greið- Ieiga. Kostnaðarreikningar hafa ekki verið gerðir upp að fullu, en fullfrágengið virðist húsið ætla að kosta um 350.000,00 kr. Erlendur HaUdórsson. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.