Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1976, Blaðsíða 50
FRÁ RITSTJÓRN HANDBÆKUR NR. 13 OG 14 35. árgangi Sveitarstjórnarmála fylgdu tvær handbækur í ritröðinni Handbók sveitarstjórna. Voru Jrær númer 13 og 14. Handbók sveitarstjórna númer 13 er ritgerð eftir Jón Sigurðsson, forstöðumann Þjóðhagsstofnunar, Búskapur sveitarfélaganna 1950— 1975. Með greinargerðinni fylgdu töflur, línurit og súlnarit um ýrnsa helztu Jrætti í búskap sveitarfélag- anna seinasta aldarfjórðung. Borin er saman skattheimta ríkisins ann- ars vegar og sveitarsjóðanna liins vegar, sýnd lilutdeild þessara aðila hvors um sig og Jreirra sameigin- lega í þjóðartekjunum og með sama hætti sýndar framkvæmdir sveitarfélaga, ríkisins og sameigin- legar framkvæmdir hins opinbera. Reiknað er út eigið framkvæmda- fé sveitarfélaganna og breytingar á Jrví milli ára og settar fram hug- myndir um breytingar á tekjuöfl- unarkerfi hins opinbera. Loks er sýnt yfirlit um framlag ríkissjóðs árið 1975 um helztu málaflokka, iU Mv \l'l I! '\ Hi \ni ia.\(, \\\ \ l'iM - i'):r, rilir j.»> ................... h.rsb'Miiiminu í>jóúli;ii>»st(il'iiiiu:ir xxandbólE sveitavstjóvxta sem eru sameiginlega í höndum ríkis og sveitarfélaga. Greinargerð Jjessi er gagnlegt innlegg i Jiær umræður, sem nú fara fram um hugsanlegar breyt- ingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaganna. Handbók nr. 13 er 32 bls. að stærð og er fáanleg á skrifstofu sambandsins fyrir 300 krónur. IIVMMIÓK "\ I I I VI{V|.|óli\ \ 14 >\\IH\\n ÍM 1 \/.Mi \ '\ l.l I \l!l i.l \l. \ Handbók númer 14, Sveitar- stjórnarmannatal 1974—1978 hefur að geyma yfirlit um skipan bæjar- stjórna og hreppsnefnda, helztu nefnda og trúnaðarmanna hvers sveitarfélags um sig. Birt eru nöfn varamanna jafnmargra aðalmönn- um í kaupstöðunum og nöfn helztu embættismanna viðkomandi sveit- arfélags. Einnig heimilisfang og símanúmer skrifstofu hvers sveitar- félags. Auk þessa er í ritinu skrá yfir framkvæmdastjóra landshlutasam- takanna og sýslumenn og heimilis- föng Jieirra, yfirlit um úrslit sveit- arstjórnarkosninganna 1974 í heild og tölur um mannfjöldann í ein- stökum sveitarfélögum 1. desember 1974. Sveitarstjórnarmannatalið 1974— 1978 er 176 bls. að stærð og er fáan- legt á skrifstofu sambandsins. Það kostar 500 krónur eintakið. í ráði er að gefa út innan tíðar skrá yfir jjær breytingar, sem á hafa orðið síðan Sveitarstjórnar- mannatalið kom út. Nokkrir menn hafa fallið frá, kosið hefur verið á ný í nefndir, tveir hreppar orðið kaupstaðir, og vitað er um nokkrar villur í ritinu. Oddvitar, sveitar- stjórar og bæjarstjórar eru beðnir að gera skrifstofu sambandsins kunnugt um slíkar breytingar, svo unnt verði að hafa væntanlegan lista sem allra fyllstan. Einnig Jjyk- ir rétt að nota Jietta tækifæri til Jjess að minna á, að slíkar manna- breytingar séu tilkynntar skrifstofu sambandsins jafnskjótt og Jjær eiga sér stað, svo unnt sé að færa þær inn á Sveitarstjórnarmannatalið, sem hér liggur frammi, því oft ber- ast skrifstofunni fyrirspurnir um skipan einstakra trúnaðarstarfa hjá sveitarfélögum. NEFND FJALLAR UM SAMSKIPTI RIKIS OG SVEITARFELAGA Eélagsmálaráðuneytið hefur skip- að 10 menn í nefnd til Jjess að fjalla um skiptingu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveitar- félaga svo og um önnur samskipti þeirra. 1 nefndinni eru Hallgrímur Dal- berg, ráðuneytisstjóri, formaður nefndarinnar; Friðjón Þórðarson, aljrm., Gunnlaugur Finnsson, aljjm., Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri og Steinþói Gestsson, alþm., skipaðir án tilnefningar og Páll Lindal borgarlfigmaður, Ólafur G. Einarsson, alþm., Ölvir Karlsson, oddviti, Logi Kristjánsson, bæjar- stjóri og Bjarni Einarsson, bæjar- stjóri, tilnefndir af stjórn Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga. SVEITARSTJÓRNAUMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.