Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 4
ENN UM SKIPAN SVEITARSTJÓRNAR- UMDÆMA Undanfarin ár er búið að tala svo mikið um nauðsyn á því að efla sjálfstæði sveitarfélaganna og landshlutanna, fá þeim aukin verkefni og trausta tekjustofna, að flestum jrykir sjálfsagt nóg um. Ekki verður annað séð en allir, sem tjá sig, séu sammála um liugmyndina. En sá er liæng- ur á, að jressi orð segja í sjállu sér ákaflega h'tið, og jiegar á reynir, virðist hver liafa sinn túlkunar- máta. Þetta gerir þeim, sent í fyrirsvari e>ru, óneitan- lega nokkuð erfitt fyrir, þegar ákveðin verkefni og tekjustofnar korna til meðferðar. Mér verður t. d. æ óljósara, liver á að vera hlutur landshluta- samtakanna í Jtessum efnum. Ég taldi jtað lengi vel sjálfsagðan hlut, og var víst ekki einn urn jtað, að jtau ættu að fá lögboðna stöðu í stjórnkerfinu. Ég var jtó engan veginn ánægður með jiað frum- varp, sem sambandið og landshlutasamtökin stóðu að á sínurn tíma. en taldi jtað þrátt fyrir allt spor í rétta átt. Sá annmarki var að mínum dómi mestur, að jnng landshlutasamtakanna gat samkvæmt því varla orðið rétt mynd af vilja kjós- enda í hlutaðeigandi umdæmi, en jrað er líka hægara sagt en gert að koma slíku í kring. Nefnd- in, sem félagsmálaráðherra skipaði árið 1973, strandaði í starfi sínu á Jtessu atriði. Hvort tveggja kom til, að á fundi með formönnum og framkvæmdastjórum landshlutasamtakanna var framkomnum hugmyndum hafnað. Hvorki J>á- verandi ríkisstjórn né núverandi veittu nokkra leiðbeiningu uni Jiað, hvaða hugmyndir Jjær að- hylltust, en Jjað er náttúrlega fánýt iðja hjá einni nefnd að þinga frarn og aftur um hugmyndir og 106 jafnvel færa Jjær í frumvarpsform, ef ekki er SVEITARSTJÓRNARMÁL neinn pólitískur vilji á bak við Jjær. Þegar svo var komið, að forráðamenn landshlutasamtak- anna studdu ekki framkomnar hugmyndir — höfnuðu Jjcim í raun, og engin leiðbeining fékkst hjá framkvæmdavaldinu, taldi formaður nefnd- arinnar ekki starfsgrundvöll fyrir hendi, og var nefndarstörfum þar með lokið. Nú er Jtað líka komið fram, að forustumenn landshlutasamtak- anna og ýrnsir aðrir, sent hlut eiga að rnáli, virð- ast engan veginn sammála urn, hver skuli vera staða þeirra og hlutverk. Hér er Jjví töluverður vandi á höndum. Þetta sýnir aðeins, hvað Jressi frasanotkun okkar Islendinga er í raun hættuleg. Menn koma saman ár eftir ár og lýsa stuðningi við ákveðna hugmynd. Þegar að því kemur að móta hugmyndina með framkvæmd fyrir augum, kemur á daginn, að menn eru ekki að tala um sarna hlutinn. Þeir, sem hafa á annað borð lmgs- að málið, leggja mismunandi merkingu í orðin vegna Jjess, hve Jjokukennd Jjau voru. 1 mínurn huga hefur Jjað ]j<j allt frá samjjykkt fulltrúaráðs sambandsins urn stuðning við lands- hlutasamtökin árið 1968 verið stefnumark, að umdæmi landshlutasamtakanna yrðu sem fyrst lögbundnar stjórnsýslueiningar, sem tækju við verulegum verkefnum frá ríkinu, leystu sýslurnar frá afskiptum af sveitarstjórnarmálum og skipt- ust e. t. v. á verkefnum við sveitarfélögin, er vrðu eftir sem áður grunneiningar. Að sjálfsögðu yrði stjórn Jressara fylkja, sem svo nefndust, í höndum lýðræðislega kjörinnar fulltrúasamkomu, ]>ar sem reynt væri allt í senn að tryggja tengslin við sveit- arstjórnirnar, áhrif einstakra byggðarlaga og sem jafnasta mijguleika manna í fylkinu til áhrifa

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.