Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 6
en nú er, þannig að í raun verði um valddreif- ingu að ræða. Valddreifing á grundvelli núver- andi umdæmaskipunar er óhugsandi og ekkert annað en innantómt tal. Og sveitarfélögin verða að fá sjálfstæða tekju- stofna, og það eru algerlega óhæf vinnubrögð, þegar ríkisvaldið ryðst inn á tekjustofna sveitar- félaganna eins og gerðist fyrir seinustu áramót. Þá er það líka algerlega fráleitt, að ríkisvaldið, eftir að það er búið að láta meðferð ákveðinna málaflokka í hendur sveitarfélaga, þannig að þau bera kostnað allan, ætli sér að segja fyrir í lögum um það, hve mikið sveitarfélögin eigi að greiða til þessara mála. Að sjálfsögðu getur ríkið sett vissar leiðbeiningan'eglur, haft visst eftirlit og síðast en ekki sízt kynnt málin, veitt ýmsa tækni- aðstoð, örvað til framkvæmda, en það er hins vegar með öllu óviðunandi, að það ráðstafi tekj- um sveitarfélaga, eins og tíðkazt liefur. Sveitar- stjórnir liafa aðeins lítinn hluta sinna tekna til frjálsrar ráðstöfunar. Þann hluta á fremur að auka en skerða. Páll Lindnl. 25 ARA AFMÆLI ÞETT- BÝLIS í ÞORLÁKSHÖFIU Á þessu ári eru 25 ár síðan reist voru í Þorlákshöfn fyrstu íbúðar- liúsin, sem urðu vísir að þéttbýli á staðnum, sem nú telur milli 800— 900 heimilisfasta íbúa. „Það var Sigurjón Jónsson úr Hveragerði, sem byggði hér þrjú hús sumarið 1951,“ sagði Karl Karlsson, odd- viti Ölfushrepps í stuttu samtali við Sveitarstjórnarmál í tilefni þessa afmælis. „Við höldum upp á þetta afmæli m. a. rneð því að safna saman á sýningu Ijósmyndum og munum, sem við höldum að síðari tíminn rnuni meta, að haldið sé til liaga, meðan enn er tími til." „Frumbýlisárin í Þorlákshöfn hafa að sjálfsögðu mótazt af hinni öru uppbyggingu", sagði Karl. „Fræðslumálin liafa verið eitt stærsta verkefnið. Við höfum verið með skólalnis í smíðum nær sam- fellt hin síðari árin, og enn stend- ur til að stækka skólahúsið." „Þá höfum við nýlega tekið í notkun fyrsta áfangann að nýju félagsheimili. Byggingin er þrí- þætt, í fyrsta áfanga er félagslieim- ilið, í öðrum áfanga gistihús og mötunevti 320 m2 og loks bóka- safn og skrifstofa lireppsins 370 m2 að stærð. í fyrsta áfanga verður samkomusalur og iþróttasalur að stærð 234 m2 og mun rúma um 360 áhorfendur í sætum við leik- sýningar. Leiksvið er 104 m2, og geymsla fyrir leiktjöld og iiljóð- færi 92 m2. Þá verður 127 m2 veit- ingasalur með hliðarsal 32 m2 að stærð. Forsalur ásamt anddyri, fatageymslu, miðasölu og snyrti- lierbergi er 229 m2. Þá verður á hæðinni eldhús og geymslur 177 m2, búningsherbergi fyrir ieikara, áhaldageymsla og fleira 160 m2. í Karl Karlsson, oddvltl. kjallara verður búningsherbergi fyrir væntanlega sundlaug. Kjallar- inn, sem nú hefur verið tekinn í notkun til bráðabirgða, er notaður sem samkomu- og leikfimihús ásamt tveimur kennslustofum fyrir skólann. Arkitekt hússins er Bjarni Marteinsson." 108 Uppdráttur a5 télagsheimllinu, sem nú er I smíðum I Þorlákshöln. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.