Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 7
GUNNAR MARKÚSSON, skólastjóri: ÁGRIP AF SÖGU ÞORLÁKSHAFNAR Sögu Þorlákshafnar má skipta í tvo höfuð- kafla — sögu sveitabýlisins og sögu sjávarþorps- ins. Upphafið að sögu sveitabýlisins er svo algjör- lega hulið í móðu fjarskans, að ekki er einu sinni á hreinu með nafn staðarins. Munnmæli herma, að bær hér hafi í upphafi heitið Elliðahöfn og verið kenndur við skip það, er Ketilbjörn gamli kom á frá Noregi — það sama og Elliðaárnar eru við kenndar. Hvort svo hefir verið eða ekki, verður víst seint upplýst. Þó má benda á, að Þórdís, systir Skafta lögsögumanns á Hjalla, varð þriðja kona Gissur- ar hvíta. Þeirra son var Isleifur biskup. Hafi hinn kristni goði á Hjalla verið að gera lögbýli úr verbúðum þeim og luófum, sem hann lilýtur að hafa átt hér niðri á ströndinni, um svipað leyti og hann var að gefa dóttur sína son- arsyni Ketilbjarnar — þeim manni, er fáurn árum áður átti sinn .stóra þátt í kristnitökunni á Þing- völlum, — er varla hægt að segja, að seilzt liafi verið um hurð til lokunnar, þótt nýbýlið væri kennt við frtegasta farkost í ætt.brúðguma. Þau sömu munnmæli, sem herma, að bær hér hafi heitið Elliðahöfn, geta þess og, að bóndi hér liafi í hafsnauð heitið á heilagan Þorlák sér og félögum sínum til fulltingis og heimkominn hafi hann breytt nafni á bæ sínum og kallað Þorláks- höfn. Sitthvað gæti verið missagt í fræðum þessum, en varla er hægt að gera ráð fyrir, að bær hafi verið kenndur við heilagan Þorlák fyrr en 20. júlí 1198. Þann dag var helgur dómur hans upp tekinn og prestar samþykktu áheit á hann. Þess skal að lokum getið, að í lögmannsannál er sagt, að árið 1360 liafi Gyrður Skálholtsbiskup ætlað til Noregs fjölmennur á skipi litlu. Skipið var ekki komið úr landsýn, er það sökk. Fyrir áheit á heilagan Þorlák björguðust menn allir, og silfurkistu dómkirkjunnar rak á land á Eyrum. Vel má vera, að hér sé að finna kveikjuna að munnmælasögunni og nafnaskiptunum — ef ver- ið hafa. En hvað sem bærinn hét, þá fer það ekki á milli mála, að hér var búið og oftast stórt. Tún voru tödd og slegin, búsmala gætt og hann nytj- aður. Konur komu ull x fat og mjólk í mat, og karlar gættu útiverka til lands og sjávar. Börn fæddust og eldra fólk safnaðist til feðra sinna. Kynslóðir komu og kynslóðir fóru, þar til komið SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.