Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 10
Fiskiskipaflotinn í Þorlákshöfn á vetrarvertíð nýlega. Keflavík, þar sem þeir blöstu ekki eins við Bakk- anum. Sumrin 1789 og 1790 fengu þrír Árnes- ingar skip hingað, en Petersen Bakkakaupmanni tókst að fá verzlunarleyfin dæmd af þeim félög- um. Árið 1845 var lögð fram á Alþingi bænaskrá undirrituð af 142 sunnlenzkum bændum, þar sem óskað var eftir, að Þorlákshöfn verði löggilt sem verzlunarstaður. Vorið 1875 samþykkti fjölmennur bændafund- ur, haldinn í Hraungerði, að óska hins sama, og þá um sumarið flutti Þorlákur Guðmundsson frumvarp til laga um verzlunarstað í Þorlákshöfn. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild. Þegar það svo kom til efri deildar, gekk þáverandi landlæknir svo hreinlega af því dauðu, að það var fellt við fyrstu umræðu. Landlæknir sagðist liafa verið læknir á Eyrar- bakka um eins árs skeið og gæti því borið um, að Þorlákshöfn væri einn mesti brimrass á öllu landinu, nema ef vera skyldi, að Svörtuloft væru lakari. Það mætti alveg eins setja lög um verzlun- arstað á tunglinu eins og í Þorlákshöfn. Hins gat læknirinn ekki, að hann hafði þetta ár sitt á Bakkanum verið meiri gistivinur í húsi kaupmannsins en í kotum karlanna, sem áttu lendingunum í Þorlákshöfn líf að launa. Þorlákur tók málið upp aftur á þinginu 1877 og daginn eftir Þorláksmessu á sumri það ár var samþykkt, að Þorlákshöfn í Árnessýslu skuli vera löggiltur verzlunarstaður frá 20. júní 1878. Verzlun hér hefir þó aldrei verið mikil. Þó hafði Jón Árnason hér sölubúð um skeið, og eftir að þorpið myndaðist, hefir Kaupfélag Árnesinga rekið einu verzlunina, þar til nú, að komin er önnur matvöruverzlun, brauðgerð og tvær sér- verzlanir. Lendingaraðstaða — hafnargerð Tvær voru lendingar í Þorlákshöfn, Norður- og Suðurvör, og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir Jjessar liöfðu tvo stóra kosti. Þann fyrst- an, að siglingaleiðin að Jteim var hrein og skerja- laus. Og hin, sem oftar skipti sköpum um gildi Jjeirra, að ])ar var sjór ekki ófær, nema rok væri af suðaustri eða um 30 gráður hvoru megin við J>á átt. Nokkru áður en vindur nær hásuðri, verð- ur hann nesfastur og Flóinn tekur við mestu lát- unum, áður en áttin verður ])ver austan. En auð- vitað getur lagt kviku hér inn á víkina í öðrum áttum. Á fyrstu árum þessarar aldar samjiykkti sýslu- nefnd Árnessýslu að láta fara fram athugun á hafnarstæði beggja vegna Ölfusár. Thorvald Krabbe, ))áverandi landsverkfræð- ingur, gerði J)essa athugun á árunum 1907—1909. Honum fannst ekki gerlegt að leggja í fram- kvæmdir austan ár, en gerði tillögur um hafnar- gerð í Þorlákshöfn. Árið 1913 veitti Alþingi Fiskveiðifélagi íslands SVEITARSTJÓRNAUMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.