Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 20
Landlega í Siglufjarðarhofn á síldarsumri. sem fer fram í Siglufirði, vill fólk þó gjarnan eiga þar heima og flytur ekki burtu fyrr en það á ekki annarra kosta völ. Landnám Norðmanna Svo segir í Landnámu: „Þormóður inn rammi hét maðr. Hann vá Gyrð, móðurföður Skjálgs á Jaðri, og varð fyrir það landflótti og fór til Islands. Hann kom skipi sínu í Siglufjörð. Hann deildi við Ólaf bekk (landnámsmann í næsta firði) og varð sextán manna bani áðr en þeir sættust“. Fyrsti íbúi Siglufjarðar var því norskur vík- ingur, sem lét sverðið gera út um vandamálin, að þeirra tíma sið. Eftir því sem sagan greinir, var það fyrir hreina tilviljun, að hann nam land í Siglufirði. ísland var þá að mestu full- numið, nema útnes og litlir firðir. Skjálgur á Jaðri var einn mesti höfðingi Noregs á sinni tíð. Hann var faðir Erlings Skjálgssonar, eins lielzta stuðningsmanns Ólafs Tryggvasonar. Og þessi tilviljun, að Þormóður rammi skyldi óving- ast svo gróflega við þennan áhrifamikla höfð- ingja, neyddi hann til að leita skjóls á íslandi, SVEITARSTJÓRNARMÁL nánar tiltekið á Siglufirði. — Engar sögur fara af afkomendum Þormóðs ramma og reyndar lítið sagt frá Siglfirðingum í íslenzkum sögnum, allt frarn undir síðustu aldamót, en þá má segja, að Norðmenn liafi nurnið land á Siglufirði í annað sinn. Fyrsta úthafssíldin berst til Siglufjarðar Þetta annað landnám Norðmanna í Siglu- firði hófst með síldveiðunum á útliafinu fyrir Norðurlandi. Það var árið 1903, sem þetta tíma- bil hófst með komu fyrstu úthafssíldarinnar til Siglufjarðar. Ole Tynes, Norðmaður, sem bjó í Siglufirði um áratugi og rak þar umfangsmikla útgerð og síldarsöltun, skrifar eftirfarandi um þessi merku tímamót: „Um miðaftanleytið 8. júlí 1903 flýgur sú fregn eins og eldur í sinu rneðal íbúa þorpsins, að seglskip væri í augsýn úti á hafinu á leið til Siglufjarðar. Skipið mjakast ofurliægt inn fjörð- inn og það varpar akkerum framan við bryggju þorpsins. Báti er skotið út frá skipinu, sem ber nafnið „Marsley". Báturinn rennir að bryggju,

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.