Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 24
Gamli tíminn í samgöngumálunum. Menn á hestbaki í Síglufjarðarskarði. sem áður störfuðu hundruð manna, hefur ekki sézt nokkur maður í mörg ár og grasið grær óáreitt, þar sem áður var staflað upp þúsundum síldartunna. Mörgum varð á, þegar verst gegndi, að líkja Siglufirði við yfirgefinn gullgrafarabæ í Klondyke, svo slæm voru umskiptin. Siglfirðingar tóku nú að flytja burt úr bæn- um og á fáum árum hefur allt að helmingur íbúanna flutzt, aðallega til Suðvesturlandsins. Mjög er áberandi, hve ungt fólk hefur flutzt burtu, og er það staðreynd, að meginhluti þeirra, sem fæddir eru á árunum 1935—1955, hefur horf- ið að heiman. Þetta hefur m. a. þær afleiðingar, að mjög lítið hefur verið byggt af nýjum íbúðarhúsum, og iðnaðarmenn því einnig flutt úr bænum. Stofnun nýrra fyrirtækja, smárra og stórra, hefur átt erfitt uppdráttar, vegna þess að menn liöfðu glatað trú á framtíð bæjarfélagsins, sem vissu- lega hafði við rök að styðjast. Siglufjörður var því kominn í sömu aðstöðu og aðrir fiskvinnslubæir, þar sem veiðiskapur liefur brugðizt, eins og t. d. í Norður-Noregi, eða eins og kolanámubær í Norður-Englandi eða Belgíu, þar sem kolanámurekstur hefur verið lagður niður. Atvinnuuppbygging seinustu ára Ráðamönnum Siglufjarðar var vissulega mik- ill vandi á höndum þetta tímabil, Jj. e. síðustu 30 ár. En menn voru ekki á þvi að gefast upp. Vandamálin varð að leysa á einhvern viðunandi hátt. Það Jrurfti fyrst og fremst að leggja fram mikið fjármagn og koma á fót nýjum atvinnu- rekstri, sem gæti orðið til frambúðar. Siglufjörð- ur hafði verið burðarás í einni grein atvinnulífs Jjjóðarinnar, og nú fannst mörgum, að ríkis- valdið ætti að rétta Jjessu aðjjrengda bæjarfélagi öfluga hjálparhönd. Málefni Siglufjarðar voru nú tekin til með- ferðar hjá AlJjingi og ríkisstjórn, og smátt og smátt fóru málin að snúast á betri veg. Þetta liefur þegar verið gert til að byggja upp atvinnu- líf Siglufjarðar að nýju liin síðustu ár: 1. Hlutafélag hefur verið stofnað, sem ber nafnið Þormóður rammi, eftir norska vík- ingnum, sem var fyrsti íbúi Siglufjarðar. SVEITARSTJÓRNAUMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.