Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1976, Blaðsíða 28
Ganga þarf sómasamlega frá öskunni, helzt með því að grafa hana í jörðu. 2. Varast ber að brenna miklu af plastefnum, olíurn og gúmmíi í ofnunum í einu. Efni þessi brenna við mjög iuítt hitastig og mikil orka losnar úr læðingi við bruna þeirra. Gætu ofn- arnir liitnað urn of, jafnvel svo, að hitastig fari yfir flotmörk járnsins og ofnarnir af- lagist. 3. Varast ber að setja mjög mikið af tómum nið- ursuðudósum og öðrum málmhlutum í ofn- ana, nema aska sé fjarlægð rnjög oft. Dósirnar bráðna og geta myndað hellu ofan á ristinni neðst í ofninum, sem erfitt er að fjarlægja. Ljóst er, að með skynsamlegri meðferð og hóf- legu álagi ættu ofnarnir að endast í allmörg ár. Óvönduð meðferð og of mikið álag getur hins vegar riðið jaeim að fullu á skömmum tíma og eru þegar til dæmi þess. Ávinningur Sá augljósi ávinningur er af notkun sorp- brennslu fram yfir greftrun eða notkun venju- legra liauga, að í stað sóðalegs sorps, sem fýkur um allar jarðir, þarf einungis að urða hlutíalls- lega lítið magn af ösku. Öskumagn sem ldutfall af heildarsorpi hefur ekki verið mælt, en má áætla lauslega út frá áðurnefndri athugun Norð- manna, en niðurstaða þeirra er sú, að yfirleitt sé um 88—90% af heimilissorpi brennanleg cfni. Vitað er, að brennsla í ofnum er mjög fullkom- in, auk þess sem hluti ösku rýkur út með brennslulofti. Má ætla, að ekki skeiki miklu, sé gert ráð fyrir, að um 3% af massa brennanlegra efna verði eftir sem aska. Þetta þýðir, að af hverj- um 100 tonnum, sem árlega falla til af húsasorpi, verði eftir sem óbrennanleg efni og aska um 12— 15 tonn til greftrunar. Við greftrun skiptir hins vegar rúmmál mestu máli, en óbrennanlegi lilut- inn er mun eðlisþyngri en sorpið. Má gera ráð fyrir, að af liverjum 100 m3 af sorpi, sem til falla, þurfi gróflega áætlað einungis að grafa 3—6 m3 af ösku. Framangreindir útreikningar eru eins og áður miðaðir við heimilissorp og gilda alls ekki fyrir annan úrgang. Til samanburðar má taka brennslu ofan á jörð á sorphaugum, en þar verður brennsla mjög ófullkomin. Leyfi ég mér að efast um, að meira en helmings minnkun á magni fáist við beztu aðstæður, auk þess sem mikill óþrifnaður getur ldotizt af vegna foks. Loftmengun Ýmsir rnyndu sjálfsagt á þessu stigi spyrja, hvort loftmengun frá ofnunum geti ekki skipt máli. Vissulega hefur notkun ofnanna í för með sér nokkra loftmengun, aðallega sót, varhuga- verðar lofttegundir og vonda lykt. Það er um sótmagn að segja, að það er mun minna en þegar brennt er á haugum vegna fullkomnari brennslu í ofnum. Eitraðar gufur myndast helzt við bruna á sumum plastefnum, gúmmíi og fataefnum. í því sambandi má benda á, að hið algenga plast- efni, polyethylen, sem notað er í flestalla plast- poka og margar gerðir plastbrúsa, samanstendur nær eingöngu af kolefni og vetni og myndar því mestmegnis koltvíildi og vatn við bruna, en eng- ar varhugaverðar lofttegundir (nema e. t. v. vegna litarefna). Sömu sögu er að segja um polystyrene (hvítt einangrunarplast). Á hinn bóginn mynd- ast varhugaverð efni við bruna á PVC-plasti (poly vinyl klóríð, notað m. a. í garðslöngur, gólf- dúka, veggfóður, sumar gerðir plastbrúsa o. fl.) og polyurethanplasti (svampdýnur, einangrun). Nokkur ólykt stafar af bruna á sorpi. Ekki sízt hennar vegna er nauðsynlegt að velja ofnunum stað m. t. t. þess, að sem minnst óþægindi hljót- ist af fyrir nærliggjandi byggð. Getur í þessu sambandi einnig verið nauðsynlegt að taka tillii til vindáttar. í þéttbýlum nágrannalöndum okkar hefur ver- ið nokkur mótstaða gegn ótakmarkaðri notkun sorpbrennsluofna, án þess að sérstakar ráðstafan- ir til mengunarvarna séu gerðar. Það er hins veg- ar skoðun greinarhöfundar, að sorpbrennsluofnar henti vel til sorpeyðingar í smáum og miðlungs- stórum byggðarlögum hérlendis og að ekki þurfi að óttast, að mengun af þeirra völdum verði til tjóns eða óþæginda, sé rétt að málum staðið. SVEITAUSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.